Landsbankinn breytir vöxtum
Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða lækka um 0,20 prósentustig en fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða eru óbreyttir.
Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,15 prósentustig og aðrir breytilegir vextir óverðtryggðra útlána lækka almennt um 0,10-0,25 prósentustig.
Innlánsvextir almennra veltureikninga eru óbreyttir og aðrir innlánsvextir standa ýmist í stað eða lækka um allt að 0,25 prósentustig.
Breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána lækka um 0,05 prósentustig og vextir verðtryggðra innlána lækka um 0,05 prósentustig.