Sigurður Kári Tryggvason til Landsbankans
Sigurður Kári Tryggvason, lögmaður, hefur verið ráðinn til starfa hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Sigurður Kári var áður lögfræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum frá árinu 2016. Hann starfaði sem fulltrúi hjá LEX lögmannsstofu árin 2011-2015, var í starfsnámi hjá EFTA dómstólnum á árinu 2013 og sat í stjórn Landsbréfa 2011-2012. Hann starfaði áður hjá Landsbankanum á árunum 2009-2011 við lögfræðiráðgjöf. Sigurður Kári er héraðsdómslögmaður, með LL.M. gráðu frá lagadeild Duke-háskóla í Bandaríkjunum og mag. jur. gráðu frá Lagadeild Háskóla Íslands.