Svana Huld Linnet nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Svana Huld Linnet hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
Svana Huld starfaði hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka frá árinu 2010. Hún hafði yfirumsjón með fjárfestatengslum hjá Exista á árunum 2006-2010, var sérfræðingur á Skráningarsviði Kauphallarinnar á árunum 2001-2006 og starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Búnaðarbankanum á árunum 1997-2001.
Svana Huld er viðskiptafræðingur að mennt og hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.