Fréttir

Veru­lega hæg­ir á hag­vexti og verð­bólgu­horf­ur versna

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. Samkvæmt nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar verður hagvöxtur 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021.
30. október 2018

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. Samkvæmt nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar verður hagvöxtur 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólguhorfur eru talsvert lakari en síðustu ár og er gert ráð fyrir að verðbólgan verði komin í um 3,5% í lok þessa árs en verði að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021. 

Komið að vatnaskilum í hagsveiflunni

Efnahagsaðstæður hér á landi hafa að miklu leyti verið mjög hagfelldar síðustu ár. Verðbólga var nær viðvarandi undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá febrúar 2014 allt fram á mitt þetta ár og samfelldur hagvöxtur hefur mælst frá árinu 2011. Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri, atvinnuleysi er lágt og skuldir heimila og fyrirtækja lágar í sögulegu samhengi. Staða ríkissjóðs er sterk og hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur aldrei verið hagstæðari.Nú virðist komið að ákveðnum vatnaskilum í hagsveiflunni. Eftir langt tímabil þar sem farið hafa saman kröftugur hagvöxtur og lág og stöðug verðbólga, er útlit fyrir að hægja muni verulega á hagvexti á sama tíma og verðbólga eykst. Efnahagshorfurnar eru engu að síður jákvæðar því gert er ráð fyrir hóflegum en viðvarandi hagvexti á spátímanum.

Meðal helstu atriða í spánni eru:

  • Hagvöxtur verður 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021.
  • Verðbólga verður um 3,5% í lok þessa árs, fer mest í um 3,7% á næsta ári en verður að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021.
  • Heldur er líklegra að gengi krónunnar veikist á spátímanum en að það styrkist. Engar forsendur eru þó til að álykta að sú breyting verði veruleg miðað við núverandi gildi krónunnar. Í spánni er gert ráð fyrir að gengi krónu gagnvart evru verði nálægt 140 í lok spátímans. Meðalgengi krónu gagnvart evru það sem af er árinu er nú um 125.
  • Veiking á gengi krónunnar síðustu vikur mun því að öllum líkindum koma fram í aukinni verðbólgu á næstu mánuðum. Ef spá Hagfræðideildar um lítilsháttar gengisveikingu næstu ár gengur eftir mun það einnig vega þungt í verðbólguþróuninni á spátímabilinu.
  • Hagfræðideild telur líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka vexti um 0,25 prósentustig seinna á þessu ári og að meginvextir bankans verði þar með 4,5%. Búast megi við frekari hækkun vaxta á næsta ári og að þeir verði þá 5,0%.
  • Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu á árinu 2018 í heild verði um 4,3%. Einkaneysla eykst um 3,2% á næsta ári, um 3,0% árið 2020 og 3,5% árið 2021.
  • Hagfræðideild spáir því að fasteignaverð hækki um 4,3% á árinu 2018, um 4% á árinu 2019, um 6% árið 2020 og um 8% árið 2021.
  • Gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 6% á þessu ári en að fjölgunin verði 2% á árunum 2019-2021. Þetta er talsvert minni fjölgun en sem nemur sögulegum meðalvexti á fjölda ferðamanna hingað til lands en hann er tæplega 10%.

Ítarleg umfjöllun um efnahagsmál

Í hagspá Landsbankans er ítarlega fjallað um þróun og horfur í efnahagsmálum. Þjóðhags- og verðbólguspá deildarinnar til fjögurra ára er kynnt, ásamt samanburði við síðustu spá og helstu spár opinberra aðila. Hagspá Landsbankans er aðeins gefin út á rafrænu formi og er aðgengileg á vef bankans.

  1. kafli: Inngangur og samantekt
  2. kafli: Hægari vöxtur einkaneyslu framundan
  3. kafli: Rólegra á fasteignamarkaði
  4. kafli: Enn spenna á vinnumarkaði - þó merki um meira jafnvægi
  5. kafli: Mjög hægur vöxtur fjármunamyndunar á næstu árum
  6. kafli: Innlend hagvaxtarþróun orðin verulega háð útflutningsvexti
  7. kafli: Erfitt að halda aftur af samneyslunni
  8. kafli: Verðbólguhorfur versna allnokkuð

Hagspá Landsbankans 2018-2021

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur