Fréttir

Les­ið í mark­að­inn - ný bók um eign­a­stýr­ingu og fjár­fest­ing­ar

Lesið í markaðinn: Eignastýring og leitin að bestu ávöxtun eftir Sigurð B. Stefánsson og Svandísi Rún Ríkarðsdóttur er komin út. Bókin fjallar um sögu fjárfestinga á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum og sérstakur kafli er um íslenska verðbréfamarkaðinn.
22. apríl 2016

Landsbankinn stendur að útgáfunni í samvinnu við bókaútgáfuna Crymogea.

Lesið í markaðinn er eitt ítarlegasta rit sem komið hefur út á íslensku um eignastýringu og fjárfestingu. Bókin er lykilrit fyrir fagfjárfesta og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á verðbréfamarkaði.

Aðferðir sem hafa breyst og þróast í tímans rás

Höfundarnir Svandís Rún Ríkarðsdóttir, sjóðstjóri í Eignastýringu Landsbankans, og Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Rose Atlantic, rannsökuðu hvernig aðferðir við fjárfestingu og eignastýringu urðu til og hvernig þær hafa mótast í tímans rás. Í bókinni er saga helstu kenninga um stefnu verðbréfamarkaðarins rakin frá 1890 og fram á 21. öld. Í ljós kemur að kenningar gömlu meistaranna eru enn í fullu gildi og mikið má læra af sögunni. Bókin er rúmlega 420 blaðsíður með fjölmörgum skýringamyndum og ljósmyndum.

Sigurður og Svandís hafa starfað saman við eignastýringu frá árinu 2004. „Allan þennan tíma höfum við velt fyrir okkur sérstaklega þeim aðferðum sem beitt er og hvers vegna þeim er beitt. Okkur langaði til að setja fram á íslensku þessa sögu hugmynda um fjárfestingu og eignastýringu og vonumst til að lesandinn fræðist eins mikið um þær og við höfum gert við vinnslu bókarinnar, “segir Svandís.

Nánar um bókina á vef Crymogea

Höfundarnir ræddu um bókina á ráðstefnu Landsbankans um tækifæri og horfur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í aðdraganda afnáms fjármagnshafta á Íslandi.

Upptaka af erindi Sigurðar og Svandísar

oembed

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur