Fréttir

Net­banki ein­stak­linga val­inn besta þjón­ustu­svæð­ið

Netbanki Landsbankans er besta þjónustusvæðið að mati dómnefndar Íslensku vefverðlaunanna árið 2015. Verðlaunin voru afhent á árlegri uppskeruhátíð vefiðnaðarins 29. janúar.
29. janúar 2016

Átta manna dómnefnd valdi úr hópi á annað hundrað tilnefninga en veitt voru verðlaun í 15 flokkum. Þetta er annað árið í röð sem netbankinn hlýtur þessa eftirsóttu viðurkenningu.

„Það er mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu fagmanna á sviði vefþróunar,“ segir Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður Vefdeildar Landsbankans: „Við hlustum á álit viðskiptavina okkar og höfum brugðist við fjölmörgum athugasemdum þeirra. Netbankinn er í sífelldri þróun sem hættir ekki þó hann hafi verið gefinn út. Mikilvægt er að nýta þá reynslu sem fæst við notkun netbankans til að halda áfram að þróa hann og bæta.“

Starfsmenn vefdeildar Landsbankans taka við verðlaununumStarfsmenn Vefdeildar Landsbankans taka við verðlaununum.
Ljósmynd: Bent Marinósson

Umsögn dómnefndar: „Mörg frambærileg þjónustusvæði viðskiptavina voru tilnefnd í þessum flokki. Sigurvegarinn sýnir mikinn metnað og alúð við verkefnið. Framsetning efnis er notendavæn og allar aðgerðir skýrar og einfaldar, jafnvel fyrir notendur sem eru að koma að í fyrsta sinn. Góð virkni og látlaus hönnun gera þjónustusvæðið að verðlaunaverkefni.“

Netbankinn endurhannaður frá grunni

Netbanki einstaklinga var opnaður fyrir rúmu ári síðan. Hann hafði verið endurnýjaður frá grunni, með nýju viðmóti, nýrri uppbyggingu og nýjum möguleikum með það fyrir augum að bjóða viðskiptavinum upp á aðgengilegri, einfaldari og þægilegri netbanka. Gamli netbankinn var nokkuð kominn til ára sinna og var kominn tími til að uppfæra viðmótið í honum og flæði aðgerða, meðal annars í ljósi stóraukinnar notkunar spjaldtölva og snjallsíma. Á nýliðnu ári hefur verið unnið að enn frekari endurbótum á netbankanum, hann hefur verið fínpússaður og lagaður, m.a. vegna viðbragða og athugasemda viðskiptavina.

Viljum tryggja aðgengi allra að netbankanum

Netbankinn var einnig tilnefndur sem aðgengilegasti vefurinn. Sérstök vinna var lögð í að tryggja aðgengi allra að netbankanum. Vefdeild Landsbankans fékk ómetanlega aðstoð frá Birki Gunnarssyni aðgengisráðgjafa við það verkefni en einnig hafa viðskiptavinir haft samband við okkur og veitt góð ráð varðandi aðgengismál. Séð var til þess að hugbúnaður eins og JAWS fyrir Windows eða Voice Over á Mac hafi greiðan aðgang að netbankanum og að flæði með lyklaborði sé gott.

„Við höfum fengið dygga aðstoð viðskiptavina við endurbætur á aðgengi í netbankanum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þá hjálp,“ segir Snæbjörn. „Það var því mjög ánægjulegt að netbankinn skyldi einnig hafa hlotið tilnefningu í flokknum „Aðgengilegir vefir“ og erum við mjög stolt af því.“

Íslensku vefverðlaunin 2015

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur