Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2023  

Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 var 22,4 milljarðar króna, þar af 7,9 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 10,5% en var 10,9% á þriðja ársfjórðungi.
Austurbakki
26. október 2023
  • Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 var 22,4 milljarðar króna, þar af 7,9 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi.
  • Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 10,5% en var 10,9% á þriðja ársfjórðungi.
  • Stefna Landsbankans er að greiða um 50% af hagnaði hvers árs í arð.
  • Hreinar þjónustutekjur jukust um 2,7% á milli ára.
  • Hreinar vaxtatekjur jukust um 27,3% vegna betri ávöxtunar á lausafé, stærra útlánasafns og hærra vaxtastigs.
  • Hlutfall kostnaðar af tekjum (K/T) var 34,6%.
  • Innlán hafa aukist um 10,1% frá áramótum og sífellt fleiri nýta sér hagstæðasta óverðtryggða sparnaðarreikninginn okkar með því að spara í appinu.
  • Landsbankinn gaf í september út græn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra í vel heppnaðri útgáfu.
  • Í Landsbankaappinu geta viðskiptavinir nú séð stöðuna á reikningum sem þeir eiga í öðrum bönkum og við munum fljótlega kynna þann möguleika að nota Landsbankaappið til að millifæra af þessum reikningum.
  • Vanskil eru sem fyrr nálægt sögulegu lágmarki og framlag vegna virðisrýrnunar er í samræmi við áætlanir bankans.

Rekstrarkostnaður bankans var 20,4 milljarðar króna á tímabilinu en var 18,7 milljarðar króna á sama tímabili árið áður. Þar af voru laun og launatengd gjöld 11,5 milljarðar króna samanborið við 10,5 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 7,1 milljarður króna samanborið við 6,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. 

Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T) á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 var 34,6%, samanborið við 48,9% á sama tímabili árið 2022. 

Heildareignir bankans hækka um 195,4 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.982 milljörðum króna 30. september 2023. Útlán jukust um 55,5 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Í lok september 2023 námu innlán frá viðskiptavinum 1.065,2 milljörðum króna, samanborið við 967,9 milljarða króna í árslok 2022, og höfðu því aukist um 97,3 milljarða króna.

Eigið fé Landsbankans var 293 milljarðar króna þann 30. september sl. og eiginfjárhlutfall alls var 23,7%. 

Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti tillögu bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna reikningsársins 2022 sem næmi 0,36 krónum á hlut og að arðgreiðslan verði tvískipt. Arðgreiðslurnar, hvor um sig 0,18 krónur á hlut, voru inntar af hendi þann 29. mars og 20. september sl. Arðgreiðslur á árinu nema alls 8.504 milljónum króna en frá árinu 2013 nema arðgreiðslur bankans samtals 175,2 milljörðum króna.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Rekstrarniðurstaðan fyrir fyrstu níu mánuði ársins er góð og til marks um góðan árangur og stöðugleika í rekstri bankans. Arðsemi bankans á árinu er í samræmi við langtímamarkmið bankans um að skila yfir 10% arðsemi á eigið fé en hafa ber í huga að eigið fé bankans er töluvert umfram lágmarkskröfur.

Fjármögnun bankans er traust, bæði í krónum og erlendri mynt, sem er mikilvægt við þær krefjandi aðstæður sem nú ríkja. Útgáfa bankans á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljón evrur í september tókst mjög vel, en mikil umframeftirspurn var í útboðinu og kjörin betri en höfðu sést í sambærilegum útgáfum um nokkra hríð. Útgáfa sem þessi er mikilvæg forsenda þess að bankinn geti stutt við útflutningsgreinar og viðtökurnar eru til marks um að bankinn hefur góðan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum.

Á þessu ári hefur nýjum fyrirtækjum og félögum í viðskiptum fjölgað um 20% og markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði er áfram sterk, eða um 40%. Á næstunni munu fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá mörgum viðskiptavinum okkar losna og að óbreyttu mun greiðslubyrði lánanna hækka umtalsvert. Eins og kemur fram í kynningunni sem fylgir þessu uppgjöri eru ýmsar leiðir til að lækka greiðslubyrði með því að breyta lánsformi. Við hvetjum viðskiptavini til að hafa samband við okkur og ræða þá möguleika sem eru í boði. Við leggjum mikla áherslu á að veita viðskiptavinum góða ráðgjöf um hvaða leiðir standa til boða í lánum og sparnaði. Aðgengi að ráðgjöf og þjónustu hjá bankanum er mjög gott og starfsfólk okkar um land allt tekur vel á móti öllum.

Samhliða hækkandi vaxtastigi hefur bankinn markvisst unnið að því að lækka vaxtamun húsnæðislána og ef miðað er við meginvexti Seðlabankans hefur munurinn aldrei verið minni. Samkeppni um innlán hefur aukist og mikil sókn er í sparnað í appi, þar sem Landsbankinn býður bestu óbundnu vextina. Munur á óbundnum, breytilegum innlánsvöxtum og breytilegum húsnæðisvöxtum er í dag 2 prósentustig.

Appið er fyrir löngu orðið fyrsta val viðskiptavina og sífellt fleiri nýjungar bætast þar við. Við munum fljótlega kynna nýjan möguleika í appinu sem felst í að viðskiptavinir geta ekki aðeins séð stöðuna á reikningum sínum í öðrum bönkum, heldur geta þeir líka notað Landsbankaappið til að millifæra af reikningum sínum í öðrum bönkum. Þessi virkni byggir á því að við uppfyllum nú að fullu þær ítarlegu kröfur varðandi einstaklingsþjónustu sem eru gerðar til allra fjármálafyrirtækja í PSD2-reglugerðinni um greiðsluþjónustu. Með þessu greiðum við leiðina fyrir samkeppni frá öðrum fjártæknifyrirtækjum, en það er líka alveg ljóst að við ætlum sjálf að nýta fjártæknina til að bjóða okkar eigin lausnir sem gera lífið einfaldara fyrir okkar viðskiptavini.“

Helstu atriði úr rekstri á þriðja ársfjórðungi (3F) 2023

Rekstur:

  • Hagnaður Landsbankans á 3F 2023 nam 7,9 milljörðum króna samanborið við hagnað upp á 5,8 milljarða króna á sama ársfjórðungi árið 2022.
  • Arðsemi eiginfjár var 10,9% á 3F 2023, samanborið við 8,5% á sama ársfjórðungi árið á undan.
  • Hreinar vaxtatekjur á ársfjórðungnum voru 15,2 milljarðar króna en þær námu 12,2 milljörðum króna á 3F 2022.
  • Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 248 milljónir króna á 3F 2023 samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 2,6 milljarða króna á 3F 2022.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 2,3 milljörðum króna en voru 2,5 milljarðar króna á 3F 2022.  
  • Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna var 3,1% á 3F 2023 en var 2,8% á sama tímabili árið áður.
  • Laun og launatengd gjöld námu 3,2 milljörðum króna samanborið við 3,1 milljarð króna á sama ársfjórðungi 2022.
  • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum nam 2,4 milljörðum króna á 3F 2023 samanborið við 2,1 milljarð króna á sama ársfjórðungi 2022.
  • Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T) á 3F 2023 var 31,5% samanborið við 43,2% á sama ársfjórðungi árið á undan.
  • Stöðugildi hjá Landsbankanum þann 30. september 2023 voru 818en voru 824 á sama tíma fyrir ári. 

Efnahagur:

  • Eigið fé Landsbankans nam 293 milljörðum króna í lok september 2023.
  • Eiginfjárhlutfall bankans (e. total capital ratio) þann 30. september 2023 var 23,7% en var 24,7% í lok árs 2022. Það er verulega umfram 20,2% eiginfjárviðmið Fjármálaeftirlits Seðlabankans.
  • Heildareignir bankans námu 1.982 milljörðum króna í lok september 2023.
  • Útlán jukust um 55,5 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Útlán til einstaklinga jukust um 19,5 milljarða króna og útlán til fyrirtækja um 47 milljarða króna en á móti kemur 11 milljarða króna lækkun vegna gengisáhrifa. Nettóaukning fyrirtækjalána er því 36 milljarðar króna.
  • Innlán viðskiptavina námu 1.065 milljörðum króna í lok september 2023, samanborið við 968 milljarða króna í lok árs 2022.
  • Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 238% í lok september 2023 samanborið við 134% í lok árs 2022.
  • Heildarvanskil fyrirtækja og heimila voru 0,3% af útlánum.

Helstu niðurstöður

Fjárhæðir í milljónum króna

  9M 2023 9M 2022 3F 2023 3F 2022
Hagnaður eftir skatta 22.383 11.320 7.970 5.763
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 10,5% 5,6% 10,9% 8,5%
Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna 3,0% 2,6% 3,1% 2,8%
Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T)* 34,6% 48,9% 31,5% 43,2%
  30.09.2023 30.09.2022 31.12.2022 31.12.2021
Heildareignir 1.982.403 1.771.128 1.787.024 1.729.798 
Útlán til viðskiptavina 1.599.871 1.496.347 1.544.360 1.387.463
Innlán frá viðskiptavinum 1.065.210 967.965 967.863 900.098
Eigið fé 292.971 273.414 279.091 282.645
Eiginfjárhlutfall alls 23,7% 24,2% 24,7% 26,6%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 150% 142% 132% 142%
Heildarlausafjárþekja 238% 147% 134% 179%
Lausafjárþekja EUR (LCR FX til og með 2022) 1.227% 204% 351% 556% 
Vanskilahlutfall (>90 daga) 0,3% 0,2% 0,2% 0,3%
Stöðugildi 818 824 813 816

*K/T - Rekstrargjöld alls/(Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána).

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
10. sept. 2024
Landsbankinn gefur út víkjandi forgangsbréf í sænskum og norskum krónum
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur