Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir fyrri helm­ing árs­ins 2018

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,6 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2018 samanborið við 12,7 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2017. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 9,9% á ársgrundvelli samanborið við 10,6% á sama tímabili 2017. Rekstrarkostnaður stóð nánast í stað á milli tímabila.
26. júlí 2018 - Landsbankinn

Hreinar vaxtatekjur voru 19,5 milljarðar króna og hækkuðu um 7,2% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 3,9 milljörðum króna samanborið við 4,4 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Virðisbreytingar útlána voru jákvæðar um 1,7 milljarð króna samanborið við 1,3 milljarð króna á sama tímabili árið áður. Vanskilahlutfall var 0,6% á fyrri helmingi ársins 2018 samanborið við 1,1% á sama tímabili 2017.

Rekstrartekjur bankans á fyrri helmingi ársins námu 29,0 milljörðum króna samanborið við 29,3 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur námu 3,9 milljörðum króna samanborið við 5,4 milljarða króna sama tímabil árið áður og skýrist lækkunin aðallega af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum.

Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,7% á fyrri helmingi ársins 2018 en var 2,5% á sama tímabili árið áður.

Rekstrarkostnaður bankans nam 12,2 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2018 sem er hækkun um 0,9% miðað við sama tímabil árið 2017. Þar af var launakostnaður 7,5 milljarðar króna samanborið við 7,1 milljarð króna á sama tímabili árið 2017, en þessi hækkun um 5,4% skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum. Annar rekstrarkostnaður lækkaði um 5,7% frá sama tímabili árið 2017 og var 4,6 milljarðar króna, samanborið við 4,9 milljarða króna á sama tímabili árið áður.

Eigið fé Landsbankans var 232,1 milljarðar króna 30. júní sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,1%.

Árshlutareikningur samstæðu 1H 2018

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Afkoma Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2018 var góð og uppgjörið sýnir að rekstur bankans er traustur, hvort sem litið er á tekjur, útlán eða rekstrarkostnað.

Árangur af hagræðingu í rekstri Landsbankans sést m.a. á því að rekstrarkostnaður helst stöðugur þrátt fyrir umtalsverðar fjárfestingar sem tengjast áframhaldandi kerfisuppbyggingu bankans, netöryggismálum og framþróun í stafrænni tækni. Landsbankinn leggur aukna áherslu á stafræna þjónustu og þær nýjungar sem bankinn hefur kynnt á þessu sviði að undanförnu hafa allar fengið mjög góðar viðtökur. Von er á fleiri nýjungum í stafrænni þjónustu á næstunni, enda er ljóst að viðskiptavinir vilja geta sinnt bankaviðskiptum sínum með fljótlegum og öruggum hætti, hvar og hvenær sem er. Framundan eru miklar breytingar á umgjörð fjármálakerfisins og Landsbankinn mun taka fullan þátt í þeirri þróun og er í góðri stöðu til að nýta þau tækifæri sem hún hefur í för með sér.

Útlán og innlán hjá Landsbankanum jukust talsvert milli tímabila sem endurspeglar bæði vaxandi umsvif í þjóðfélaginu og aukna markaðshlutdeild bankans sem mælist nú 37,9% meðal einstaklinga og 37,1% meðal fyrirtækja. Landsbankinn hefur sterka stöðu þegar kemur að alhliða fjármálaþjónustu við fyrirtæki og eignastýring bankans hefur náð góðum árangri, þrátt fyrir krefjandi aðstæður á hlutabréfamörkuðum undanfarið.

Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti nýlega lánshæfiseinkunn bankans, BBB+ með stöðugum horfum. Í tilkynningu S&P er bent á ýmis séreinkenni íslensks fjármálamarkaðar, bæði aðstöðumun á lánamarkaði og áhrif vegna smæðar markaðarins. Það er ánægjulegt að Landsbankinn hefur náð góðum árangri þrátt fyrir ýmsar áskoranir og við munum halda áfram að gera okkar besta til að veita viðskiptavinum ábyrga og samkeppnishæfa fjármálaþjónustu.“

Helstu atriði úr rekstri á öðrum ársfjórðungi 2018

Rekstur:

  • Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi (2F) 2018 nam 3,5 milljörðum króna, samanborið við 5,1 milljarða króna á sama fjórðungi 2017.
  • Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 6,1%, samanborið við 8,6% fyrir sama tímabil árið 2017.
  • Hreinar vaxtatekjur námu 9,8 milljörðum króna í samanburði við 10,2 milljarða króna á sama ársfjórðungiárið 2017.
  • Virðisbreytingar útlána voru jákvæðar um 703 milljónir króna á 2F 2018 en voru neikvæðar um 478 milljónir króna á sama ársfjórðungi 2017.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 2,2 milljörðum króna en þær voru 2,3 milljarðar króna á 2F 2017.
  • Vaxtamunur eigna og skulda var 2,7%, samanborið við 2,9% á 2F 2017.
  • Laun og launatengd gjöld námu 3,9 milljörðum króna og hækkuðu um 5,9% á milli tímabila.
  • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum lækkaði um 190 milljónir króna á 2F 2018, eða um 7,7% frá sama tímabili árið áður.
  • Kostnaðarhlutfall á öðrum ársfjórðungi 2018 var 53,6% samanborið við 43,6% á sama tíma árið áður.
  • Stöðugildi hjá Landsbankanum þann 30. júní 2018 voru 955 en voru 988 á sama tíma fyrir ári.

Efnahagur:

  • Eigið fé Landsbankans nam í lok júní um 232,1 milljörðum króna og hefur það lækkað um 5,7% frá áramótum.
  • Eiginfjárhlutfall alls (e. total capital ratio) þann 30. júní 2018 var 24,1% en var 27,6% í lok júní 2017. Það er vel umfram 21,4% lágmarkseiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins.
  • Heildareignir bankans námu 1.250 milljörðum króna í lok júní 2018.
  • Innlán viðskiptavina námu 655 milljörðum króna í lok júní 2018 samanborið við 605,2 milljarða króna í lok árs 2017.
  • Ný útlán til viðskiptavina á öðrum ársfjórðungi voru um 172 milljarðar króna. Að teknu tilliti til afborgana, virðisbreytinga og fleiri þátta hækka heildarútlán um 53 milljarða króna á 2F 2018.
  • Lausafjárstaða bankans er sterk sem fyrr, jafnt í erlendri mynt sem í íslenskum krónum, og vel umfram lágmarkskröfur eftirlitsaðila. Heildarlausafjárhlutfall (LCR) var 164% í lok júní 2018.
  • Heildarvanskil hjá fyrirtækjum og heimilum námu 0,6% í lok júní 2018 samanborið við 0,9% í lok árs 2017.

Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)

  1H 2018 1H 2017 2F 2018 2F 2017
Hagnaður eftir skatta
11.613
12.653
3.511
5.077
Arðsemi eigin fjár eftir skatta
9,9%
10,6%
6,1%
8,6%
Leiðrétt arðsemi eftir skatta *
10,3%
11,1%
6,8%
9,9%
Vaxtamunur eigna og skulda **
2,7%
2,5%
2,7%
2,9%
Kostnaðarhlutfall ***
44,5%
43,0%
53,6%
43,6%

  30.06 2018 30.06 2017 31.12 2017 31.12 2016
Heildareignir
1.249.853
1.170.628
1.192.870
1.111.157
Útlán til viðskiptavina
989.481
870.483
925.636
853.417
Innlán frá viðskiptavinum
654.689
627.954
605.158
589.725
Eigið fé
232.113
238.944
246.057
251.231
Eiginfjárhlutfall alls
24,1%
27,6%
26,7%
30,2%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta
165%
169%
179%
154%
Heildarlausafjárþekja
164%
183%
157%
128%
Lausafjárþekja erlendra mynta
743%
470%
931%
743%
Gjaldeyrisjöfnuður
3.312
1.535
3.988
3.480
Vanskilahlutfall (>90 daga)
0,6%
1,1%
0,9%
1,5%
Stöðugildi
955
988
997
1.012

* Leiðrétt arðsemi eftir skatta = (Hagnaður eftir skatta – jákvæðar virðisbreytingar eftir skatta – skattur á heildarskuldir fjármálafyrirtækja – hagnaður af aflagðri starfsemi eftir skatta)/meðalstaða eigin fjár.

** Vaxtamunur eigna og skulda = (Vaxtatekjur/meðalstaða heildareigna) – (vaxtagjöld/meðalstaða heildarskulda).

*** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls/(Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána).

Aðrir þættir í rekstri bankans á fyrri helmingi ársins 2018

  • Í Gallup-könnun mældist markaðshlutdeild Landsbankans á einstaklingsmarkaði 37,9% á fyrri hluta ársins og 37,1% á fyrirtækjamarkaði.
  • Í febrúar ákvað bankaráð Landsbankans að ganga til samninga við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík.
  • Í febrúar var samið um að Landsbankinn tæki þátt í verkefninu Jafnréttisvísir Capacent en markmið þess er að stuðla að allsherjar vitundarvakningu um jafnréttismál.
  • Á aðalfundi Landsbankans þann 21. mars var samþykkt að bankinn greiði samtals 24,8 milljarða króna í arð á árinu 2018. Annars vegar er um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017 og var sú greiðsla innt af hendi 28. mars sl. Hins vegar er um að ræða sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.456 milljónir króna sem er á gjalddaga 19. september 2018. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna.
  • Í apríl gaf Landsbankinn út nýtt app, Landsbankaappið, en með því geta viðskiptavinir sinnt bankaviðskiptum í snjalltækjum, hvar og hvenær sem er.
  • Ýmsar nýjungar voru kynntar í netbönkum og í Landsbankaappinu á fyrri hluta árs, m.a. rafrænar undirritanir vegna bílalána og bílasamninga, opnað var fyrir erlendar millifærslur og viðskiptavinum gert kleift að stofna til viðskipta við Landsbankann með rafrænum hætti. Á næstu vikum og mánuðum mun Landsbankinn kynna enn fleiri nýjungar í stafrænni þjónustu.
  • Í apríl endurnýjaði Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti viðurkenningu Landsbankans sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum fyrir tímabilið 2017-2018.
  • Landsbankinn annaðist í maí hlutafjárútboð í Heimavöllum leigufélagi en Heimavellir eru stærsta leigufélag landsins.
  • Í júní tók nýr afgreiðslutími gildi í hluta af útibúum Landsbankans og um leið voru gerðar breytingar á bakvinnslu hjá bankanum.
  • Í júní hlaut Landsbankinn viðurkenningu fyrir bestu samfélagsskýrslu ársins 2018. Í umsögn dómnefndar kom m.a. fram að ljóst væri að samfélagsstefna bankans hafi verið mótuð með víðtækri aðkomu starfsmanna og að samfélagsábyrgð væri hluti af kjarnastarfsemi bankans.

Símafundur vegna uppgjörs

Símafundur fyrir markaðsaðila vegna uppgjörs bankans fyrir fyrri helming ársins 2018 verður haldinn kl. 10.00, föstudaginn 27. júlí. Fundurinn fer fram á ensku. Skrá þarf þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið ir@landsbankinn.is.

Árshlutareikningur samstæðu 1H 2018

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
10. sept. 2024
Landsbankinn gefur út víkjandi forgangsbréf í sænskum og norskum krónum
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur