Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings birti í dag skýrslu um lánshæfismat Landsbankans þar sem fram kemur að lánshæfismati skuldbindinga til lengri tíma er haldið óbreyttu í BBB/A-2 með stöðugum horfum.
Styrkleikar Landsbankans að mati S&P liggja í sterkri eiginfjárstöðu, háu vogunarhlutfalli, stöðugum og traustum rekstri með hárri markaðshlutdeild ásamt takmarkaðri endurfjármögnunarþörf á markaði.
Nánari upplýsingar eru í skýrslu S&P sem er aðgengileg á vef bankans.