Árs- og sjálf­bærni­skýrsla 2021 kom­in út

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2021 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þjónustu og rekstur bankans á aðgengilegan hátt og ítarlega er gerð grein fyrir þeim stóru skrefum sem bankinn tók í sjálfbærnivinnu sinni á árinu.
Barn á háhesti
3. febrúar 2022 - Landsbankinn

Árs- og sjálfbærniskýrslunni er skipt í fjóra kafla. Í kaflanum um stjórn og skipulag má finna ávörp formanns bankaráðs og bankastjóra, upplýsingar um stefnu og stjórnarhætti og yfirlit yfir helstu fréttir ársins 2021.

Í kaflanum um ánægða viðskiptavini er fjallað um nýjar lausnir fyrir viðskiptavini, nýjungar í þjónustu, aukna ánægju og stóraukin viðskipti með hlutabréf og sjóði, svo nokkuð sé nefnt. Sérstaklega er fjallað um hvernig bankinn er í fararbroddi við að nýta gögn sem verða til í rekstri bankans til að bjóða enn betri þjónustu, auk þess sem fjallað er um aukna hættu af netárásum og aukinn viðbúnað vegna þeirra.

Kaflinn um sjálfbærni er mjög efnisríkur. Fjallað er ítarlega um helstu sjálfbærniverkefni okkar árinu en á árinu áætluðum við m.a. losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánum okkar í fyrsta sinn, gáfum út tvo græna skuldabréfaflokka og sjálfbærnimerki bankans fyrir sjálfbæra fjármögnun fyrirtækja leit dagsins ljós. Fjallað er um kolefnisspor, mannauðsmál, jafnrétti og fræðslu, auk þess sem farið er yfir fjölbreytt samstarf okkar og stuðning við samfélagið.

Í kaflanum um fjármál og ársreikning er að finna ítarlegar upplýsingar um rekstur, fjárhag, fjármögnun og áhættustýringu bankans og er áhersla lögð á myndræna framsetningu. Fjallað er um afkomu og arðsemi, auknar þjónustutekjur, skilvirkari rekstur og fleira.

Í skýrslunni eru auk þess stuttir pistlar frá starfsfólki þar sem þau fjalla um starf sitt hjá bankanum.

Pillar III áhættuskýrsla bankans kemur einnig út í dag og er hún aðgengileg í kaflanum um áhættustjórnun bankans.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans 2021

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
10. sept. 2024
Landsbankinn gefur út víkjandi forgangsbréf í sænskum og norskum krónum
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur