Um stofn­un og rekst­ur styrkt­ar­sjóða

Styrktarsjóðir á Íslandi eiga sér langa hefð og gera má ráð fyrir að við þekkjum flest til einhverra styrktarsjóða og starfsemi þeirra. Í árslok 2018 voru yfir 700 styrktarsjóðir virkir á sjóðaskrá. Að ýmsu er að huga við stofnun og rekstur styrktarsjóða og hér er farið yfir helstu þættina.
13. nóvember 2019

Algengt er að sjóðir séu stofnaðir til minningar um látinn ástvin og er þá markmiðið meðal annars að halda á lofti nafni viðkomandi og því góða starfi sem hinn látni hefur unnið á sinni starfsævi. Að auki eru margir styrktarsjóðir stofnaðir til að styðja við tiltekin verkefni, svo sem rannsóknir eða vísindastörf. Ekki er greiddur erfðafjárskattur af gjöfum sem falla til félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfa að almannaheillum.

Styrktarsjóðir starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá í samræmi við lög nr. 19/1988. Lögunum er ætlað að tryggja yfirsýn yfir sjóði á Íslandi og eins að starfsemi þeirra samræmist markmiðum og tilgangi hvers sjóðs. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra annast framkvæmd laganna. Við stofnun sjóðs er það verkefni sýslumanns að yfirfara og staðfesta skipulagsskrá viðkomandi sjóðs, samþykkja breytingar og passa upp á að þær samræmist framangreindum lögum.

Í árslok 2017 voru heildareignir þeirra sjálfseignastofnana og sjóða sem skilað höfðu ársreikningum til Ríkisendurskoðunar tæpir 60 milljarðar króna. Þar af voru þrjár sjálfseignastofnanir með stærsta hluta þessara eigna eða rúma 37 milljarða króna samtals. Þess má geta að einungis 410 sjóðir höfðu í upphafi árs 2019 skilað ársreikningi fyrir árið 2017 og 54 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi. Flestir sjóðanna, eða 349, eru með heildareignir undir 100 milljónum króna á meðan 10 sjóðir eru með eignir yfir 500 milljónum króna.

Ef við gerum ráð fyrir að stjórnarmenn í hverjum sjóði séu á bilinu þrír til fimm þá er ansi fjölmennur hópur, eða 2100 til 3500 manns, sem koma að og bera ábyrgð á rekstri sjóða, með einum eða öðrum hætti.

Stofnun styrktarsjóða

Það er að ýmsu að huga við stofnun styrktarsjóða. Margir styrktarsjóðir eiga sér langan líftíma og alla jafna eru úthlutanir úr sjóðunum takmarkaðar við tilgang og markmið sjóðanna samkvæmt skipulagsskrá þeirra. Það er því mikilvægt að gæta að því strax við stofnun sjóðs að sníða honum ekki of þröngan stakk og gæta að framsýni í tilgangi sjóðsins, þar sem margt getur breyst í tímans rás. Það getur verið bagalegt ef ákvæði skipulagsskrár eru orðuð með þeim hætti að ekki er hægt að úthluta úr sjóði þar sem verkefni eða styrkþegar finnast ekki vegna breyttra þjóðfélagshátta.

Ýmis önnur atriði er gott að hafa í huga við útfærslu á úthlutunarreglum. Þannig getur til dæmis verið breytilegt hvort rétt sé að horfa einungis til eins árs við mat á getu sjóðsins til úthlutunar eða, ef sveiflur eru í ávöxtun eigna sjóðsins, hvort réttara sé að miða við meðaltalsávöxtun nokkurra ára.

Úthlutun styrkja og ávöxtun eigna

Geta sjóða til úthlutunar styrkja byggir fyrst og fremst á heilbrigðum fjárhag og ber sjóðstjórn skylda til að halda bókhald og senda ársreikninga sjóðsins til Ríkisendurskoðunar. Mikilvægt er fyrir stjórnir sjóða að gæta að öryggi og ávöxtun eigna til að ná markmiðum sjóðsins. Þó mikilvægt sé að viðhalda höfuðstól með góðri ávöxtun þá geta miklar sveiflur í ávöxtun verið bagalegar þar sem stöðugleiki í styrkveitingum getur skipt sköpum fyrir framgang ákveðinna verkefna. Þannig getur verið skynsamlegt fyrir sjóðstjórn að styðjast við ákveðið verklag til að tryggja eftir föngum varðveislu og ávöxtun fjármuna í samræmi við upphaflegan tilgang sjóðsins og til að viðhalda möguleikanum á að veita styrki.

Þá þarf að huga að samræmi á milli markmiða sjóðs og fjárfestingarstefnu sem sett er hverju sinni fyrir eignir sjóðs og mikilvægt að yfirfara og endurskoða með reglubundnum hætti. Alla jafna er stefnt að löngum líftíma sjóða en á móti kemur að upphæðir styrkveitinga eru oft miðaðar við stutt tímabil eða eitt uppgjörsár og þess þarf fjárfestingarstefna að taka tillit til.

Hvað varðar möguleika styrktarsjóða til ávöxtunar er mikilvægt að huga að góðri eignadreifingu, nýta þá ávöxtunarkosti sem í boði eru og sem falla að markmiðum sjóðsins. Blandaðir verðbréfasjóðir þar sem hugað er að góðri áhættudreifingu og val er um áhættu í samræmi við markmið og fjárfestingartíma geta verið hentug leið fyrir styrktarsjóði. Slíkir verðbréfasjóðir eru alla jafna sjóðasjóðir og því er fjármagnstekjuskattur einungis greiddur af innlausnum. Gott framboð er af slíkum sjóðum og eru meðal annars í boði sjóðir sem eru með skuldabréf með ábyrgð ríkisins sem stærstu undirliggjandi eign. Þó getur verð slíkra bréfa sveiflast og því er mikilvægt að huga að fleiri eignaflokkum til að dreifa áhættu og auka möguleika á ávöxtun. Dæmin sýna að til lengri tíma skilar vel samsett eignasafn hagstæðari ávöxtun en vextir á innlánsreikningum.

Skattar hafa áhrif

Styrktarsjóðir eru undanþegnir tekjuskatti samkvæmt lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 en eru ekki undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts, sem er í dag 22%. Fjármagnstekjuskattur getur haft veruleg áhrif á afkomu og getu sjóða til að greiða út styrki. Í samantekt sem Deloitte gerði fyrir Háskóla Íslands í upphafi árins 2018 kom m.a. fram að umhverfi styrktarsjóða á Íslandi væri að þessu leyti frábrugðið því sem þekkist erlendis þar sem sjóðir væru allajafna undanþegnir fjármagnstekjuskatti. Í samantekt Deloitte kom einnig fram að einn stærsti styrktarsjóður landsins, Háskólasjóður H/f Eimskipafélagsins, greiddi að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitti í styrki.

Þá býðst fyrirtækjum tækifæri til lækkunar tekjuskatts með fjárframlögum í viðurkennda góðgerðastarfsemi líkt og styrktarsjóði. Hér er upplagt tækifæri fyrir fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi - styrkja gott málefni og lækka skatta.

Þjónusta fyrir styrktarsjóði

Landsbankinn býður styrktarsjóðum og hagsmunasamtökum upp á alhliða eignastýringarþjónustu þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu, ábyrga ráðgjöf og upplýstar ákvarðanir. Fjölbreytt flóra styrktarsjóða er í viðskiptavinahópi eignastýringar Landsbankans þar sem starfsmenn búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu.

Í boði er fagleg ráðgjöf þar sem meðal annars er aðstoðað við að setja upp fjárfestingarstefnu í samræmi við markmið og eignasafn hvers sjóðs. Yfirsýn yfir fjárhagslega stöðu er nauðsynleg og er reglubundin upplýsingagjöf mikilvægur þáttur í þjónustunni. Yfirlit sem sýna stöðu og þróun safnsins eru send út reglulega og ávallt aðgengileg í netbankanum. Að auki eru reglubundnir upplýsingafundir með forsvarsaðilum hvers sjóðs þar sem farið er yfir ávöxtun og þróun þeirra fjármuna sem er í stýringu og borin saman við markmið sjóðsstjórnar. Losa má fjármagn án fyrirhafnar og með stuttum fyrirvara.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur