Frá­bært sam­starf við hæfi­leika­ríkt tón­listar­fólk

Við lítum um öxl og skoðum þrjátíu myndbönd sem Landsbankinn og Iceland Airwaves hafa framleitt með ungu tónlistarfólki snemma á ferli þeirra.
31. október 2019 - Landsbankinn

Áhrif tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves á íslenskt tónlistarlíf verða seint ofmetin. Erlendir blaðamenn, umboðsmenn, bókarar og útgefendur hafa flykkst hingað til lands haust eftir haust til að kynnast íslenskri tónlist og íslenskir tónlistarmenn hafa þannig fengið tækifæri til að spila fyrir nýjum eyrum. Margir hafa notið góðs af en listinn yfir hljómsveitir sem slógu fyrst í gegn á Iceland Airwaves er orðinn ansi langur.

„Þetta var risastórt tækifæri því ég var ekki búin að koma mér neitt á kortið sem tónlistarkona.“
GDRN

Vandað sérstaklega til verka

Allt frá árinu 2014 hefur Landsbankinn framleitt myndbönd með ungu tónlistarfólki í aðdraganda hátíðarinnar. Ár hvert hefur verið lagt upp með að festa lifandi flutning efnilegrar hljómsveitar eða tónlistarfólks á myndband og vanda sérstaklega til verka. Tónlistarfólkið hefur fengið að starfa með fagmönnum á sviði myndbandagerðar og eignast þannig gott myndefni til eigin nota. Landsbankinn, tónlistarfólkið og Iceland Airwaves hafa svo dreift myndböndunum í sameiningu.

Hlutirnir eiga það til að gerast ansi hratt

Þegar þetta er skrifað hefur Landsbankinn framleitt þrjátíu myndbönd á sex ára tímabili í tengslum við Iceland Airwaves. Á vef verkefnisins hefur orðið til skemmtilegt safn myndbanda sem sýnir ungt tónlistarfólk, sem margt er þjóðþekkt í dag, snemma á ferlinum. Í myndbandinu hér að ofan líta Margrét Rán úr hljómsveitinni Vök, Guðrún Eyfjörð (GDRN) og Huginn um öxl og fjalla um hvernig aðstæður þeirra hafa breyst á þessum stutta tíma.

Þátttakendur í L+IA hafa fengið 47 tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið 16.

Sex ár er kannski ekki langur tími, en þegar tónlistarfólk er að stíga sín fyrstu skref eiga hlutirnir það til að gerast ansi hratt. Það sést til dæmis á því að þeir 18 einstaklingar eða hljómsveitir sem hafa tekið þátt í samstarfinu hafa fengið samtals 47 tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna frá árinu 2014 og hlotið þau 16 sinnum. Það er ánægjuleg viðurkenning á starfi þessa fjölbreytta hóps sem á vafalítið eftir að setja mark sitt enn frekar á íslenska tónlist næstu ár og jafnvel áratugi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
2. jan. 2025
Listin sem rólegur þátttakandi í lífinu
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er skreytt myndum af vatni og ólíkum birtingarmyndum þess í daglegu lífi okkar. Við settumst niður með myndlistarmanninum á bak við verkin, Stefáni Óla Baldurssyni eða Stebba Mottu, og fengum hans innsýn í ferlið, verkin og vatnið.
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur