FaceApp get­ur gert hvað sem er við mynd­irn­ar þín­ar

Smáforritið FaceApp hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga. En vita einstaklingar hvernig myndirnar þeirra eru notaðar af forritinu eftir að þeim hefur verið hlaðið þar inn?
Eldri maður notar andlitsgreiningu
19. júlí 2019

Smáforritið FaceApp hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga. Hollywood stjörnur, körfuboltahetjur og annar hvor vinur þinn á Facebook hefur hlaðið niður appinu og birt mynd af sér í hárri elli.

FaceApp er núna eitt vinsælasta smáforritið í heiminum. Appið er vissulega skemmtilegt – hægt er  að hlaða inn mynd af einstaklingi í það og með hjálp háþróaðra algóriþma  má skipta um hárlit og hárgreiðslu, nota alls konar linsur (e.filters) sem breyta ásýnd viðkomandi og svipbrigðum og sjá hvernig ellin leikur hann. En vita einstaklingar hvernig myndirnar þeirra eru notaðar af forritinu eftir að þeim hefur verið hlaðið þar inn?

Maður notar snjallsíma til andlitsgreiningar

Með því að samþykkja skilmála og persónuverndarstefnu FaceApp gefa notendur appinu víðtækan rétt til að nota myndirnar þeirra og nöfn í hvaða tilgangi sem er jafn lengi og smáforritið vill.  Þessi réttur smáforritsins er endalaus og óafturkallanlegur samkvæmt 5. gr. skilmála FaceApp þar sem segir m.a. í lauslegri þýðingu:

„Þú veitir FaceApp eilífan, óafturkallanlegan, óafturkræfan, opinn, framseljanlegan, varanlegan, gjaldfrían rétt og leyfi sem nær um allan heim til að nota, endurgera, breyta, aðlaga, birta, þýða, búa til afleidd verk, dreifa, framkvæma og birta opinberlega efni notanda, og hvaða nafn, notendanafn eða líkingu af mynd sem tengist efni notanda, í öllum fjölmiðlum sem nú eru þekktir eða kunna að verða þróaðir, án endurgjalds. Þegar þú birtir eða deilir efni á eða í gegnum þjónustuna áttar þú þig á að efni þitt og tengdar upplýsingar (s.s. notendanafn þitt, staðsetning eða prófílmynd) verða sýnilegar almenningi.“

Mikilvægt er að notendur átti sig á því að eftir notkun forritsins eru myndir af þeim ekki lengur þeirra eign – heldur forritsins. Appið á réttinn að öllum myndum sem yfir 100 milljón notendur hafa hlaðið inn í forritið í dag og getur gert við þær það sem það vill. Nákvæm kortlagning á andliti einstaklinga er mjög verðmæt vara í stafrænum heimi. Hægt er að nota andlitsgreiningartækni eins og smáforritið styðst við í málefnalegum og ómálefnalegum tilgangi. Tæknin er notuð til að aflæsa snjallsímum, í öryggis- og eftirlitstilgangi hjá löggæsluyfirvöldum og jafnvel hafa tiltekin ríki notað andlitsgreiningartækni til að greina og smána fólk fyrir refsiverða háttsemi.

Því miður eru einhliða skilmálar sem þessir ekki óalgengir þegar kemur að ókeypis forritum og oftast eru þeir afar óhliðhollir neytendum sem hvorki lesa þá né huga að persónuvernd sinni eða því sem gerist eftir að notkun á forritinu lýkur. Viðvörunarbjöllur hringdu hjá mörgum vegna þess að FaceApp er í eigu rússnesks félags að nafni Wireless Lab, m.a. hjá bandarísku alríkislögreglunni. Skilmálar annarra forrita og samfélagsmiðla í eigu bandarískra félaga sem við notum daglega ganga jafn freklega á persónuvernd neytenda eins og áður hefur verið fjallað um.

Hvort sem FaceApp fær aðgang að öllum myndum af notanda eða bara þeim sem er bætt inn í appið ættu þau miklu viðbrögð sem hafa komið fram vegna FaceApp smáforritsins að hvetja notendur til að huga betur að friðhelgi og vernd persónuupplýsinga þeirra á netinu í öllum smáforritum, samfélagsmiðlum og tækjum sem þeir nota.

Þú gætir einnig haft áhuga á
2. jan. 2025
Listin sem rólegur þátttakandi í lífinu
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er skreytt myndum af vatni og ólíkum birtingarmyndum þess í daglegu lífi okkar. Við settumst niður með myndlistarmanninum á bak við verkin, Stefáni Óla Baldurssyni eða Stebba Mottu, og fengum hans innsýn í ferlið, verkin og vatnið.
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur