Hvað þarf að hafa í huga við kaup á bíl?

Kaup á bíl þarfnast góðs undirbúnings enda er kostnaðarsamt að kaupa, reka bíl og halda honum við. Í þessari grein er fjallað stuttlega um nokkur atriði sem þarf að hafa í huga við bílakaup.
Maður hleður farangri í bíl
4. mars 2021 - Landsbankinn

Ef þú ert viss um að þú þurfir að kaupa bíl, þá er ágætt að byrja á að ákveða hvers konar bíll svarar þínum þörfum best. Verður hann notaður í innanbæjarsnatt eða í ferðalög um fjöll og firnindi? Á hann að henta einstaklingi eða stórri fjölskyldu?

Best er að spara fyrir kaupverðinu og þá eru ýmsar leiðir í boði. Þú getur t.d. skráð reglulegar millifærslur inn á þinn sparnaðarreikning eða notað netbankann til að skrá þig í mánaðarlega áskrift að sjóði.

Ef þú þarft að taka lán er mikilvægt að skoða þá mörgu valkosti sem eru í bílafjármögnun. Lántökugjald getur haft veruleg áhrif á heildargreiðslu láns og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Til að reikna út mánaðarlegar afborganir af bílaláni má nota bílalánareiknivél sem lánafyrirtæki, þ.m.t. Landsbankinn, bjóða upp á. Það getur verið hagstæðara að velja lánaform með hærri vöxtum en án lántökugjalds.

Rafmagnsbíll

Án lántökugjalds Með lántökugjaldi
Kaupverð 4.990.000 kr. 4.990.000 kr.
Innborgun 998.000 kr. 998.000 kr.
Lán 3.992.000 kr. 3.992.000 kr.
Lántökugjöld 0 kr. 99.800 kr.
Gjalddagar 48 48
Vextir 5,60% 4,50%
Árleg hlutfallstala kostnaðar 5,84% 6,01%
Heildargreiðsla 4.473.727 kr. 4.487.435 kr.

Hvar finn ég rétta bílinn?

Í gegnum bilasolur.is má komast inn á vefi helstu bíla‑ og vélasala, bílaumboða eða -innflytjenda landsins. Úrval notaðra bíla er mikið og er netið tilvalinn staður til að hefja leitina. Á bilasolur.is er hægt að leita í sameiginlegri söluskrá og finna gagnlegar upplýsingar.

Þess má geta að notaðir bílar eru í flestum tilvikum annað hvort í einkaeigu eða voru áður bílaleigubílar. Við mat á bílaleigubílum þarf m.a. að taka tilliti til þess að fleiri hafa ekið þeim en bílum í einkaeigu og þeir eru gjarnan mikið eknir miðað við aldur. Á hinn bóginn hefur þeim alla jafna verið ekið lengra í hvert skipti og þannig hafa ýmsir slitfletir (bremsur, gírbúnaður o.fl.) slitnað minna.

Hvers konar upplýsingum þarf ég að óska eftir?

Þegar þú hefur fundið ákjósanlegan bíl eru ýmis atriði sem þarf að athuga. Í fyrsta lagi skaltu biðja um allar upplýsingar um viðhalds- og þjónustusögu bílsins. Hversu mikið bílnum hefur verið ekið er lykilatriði, enda segir hann mikið um endingu og gæði. Óskaðu enn fremur eftir ítarlegum upplýsingum um tjón og viðgerðir af þeim sökum, eigi það við.

Er í lagi með bílinn?

Hjá skoðunarstöðvum er hægt að fá söluskoðun á bílinn. Þá eru mikilvægir slithlutir skoðaðir og metnir, til dæmis bremsur og undirvagn. Þannig má komast að því hvert ástand bílsins er og hvort dýrar viðgerðir séu yfirvofandi.

Eigendasaga, gjöld og veð

Einnig þarf að fá eigendasögu bílsins ef það á við, það er að segja skrá yfir alla fyrri eigendur. Kanna þarf áhvílandi gjöld og veð hjá eiganda bílsins, sem hefur aðgang að þeim í ökutækjaskrá. Bílnum þarf loks að fylgja vottorð sem sannar að seljandi sé eigandi þess ökutækis sem selt er eða hafi í það minnsta umboð til sölunnar.

Hvað kostar að reka og eiga bíl?

Á vef FÍB er hægt að sjá hvað kostar að reka og eiga bíl.

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
Íbúðahús
14. okt. 2024
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur