Hvað geri ég ef tekj­urn­ar lækka skyndi­lega?

Ef fólk verður fyrir óvæntum tekjumissi eða tekjulækkun er mikilvægt að bregðast hratt við, s.s. með því að reyna að minnka útgjöld. Ýmis úrræði og lausnir eru í boði.
Fjölskylda í göngutúr
27. mars 2020 - Landsbankinn

Öll finnum við fyrir áhrifum Covid-19-faraldursins. Efnahagslegu áhrifin koma m.a. fram í auknu atvinnuleysi eða skertu starfshlutfalli hjá fleiri launþegum.

Það skiptir máli að vera vakandi fyrir því að forsendur heimilsrekstrarins geta breyst. Það er líka mikilvægt að muna að það er ríkur vilji til að verja heimilin og fyrirtækin í landinu fyrir áföllum. Ýmis úrræði og lausnir eru þegar í boði og það borgar sig að fylgjast með og meta hvort þau henti þér.

Búðu þig undir breytingar

Ef þú heldur að tekjur heimilisins geti lækkað snögglega er best að fara yfir fjármálin og fá yfirsýn fyrir áhrifin sem það getur haft. Þú getur farið yfir regluleg útgjöld og skoðað hvernig draga megi úr þeim. Það getur verið góð hugmynd að greiða upp óhagstæð skammtímalán eða koma þeim í betri farveg og fresta dýrum framkvæmdum eða endurbótum, sérstaklega ef þú hefur hugsað þér að taka lán fyrir þeim. Ef þú þarft ráðgjöf eða úrræði frá bankanum þínum er best að hafa samband sem fyrst.

Tímabundin útgreiðsla á viðbótarlífeyrissparnaði

Eitt þeirra úrræða sem ríkisstjórnin hefur kynnt til að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 er tímabundin heimild til útgreiðslu á viðbótarlífeyrissparnaði. Hægt er að taka að hámarki 12 milljónir króna út úr viðbótarlífeyrissparnaði, að hámarki 800.000 krónur á mánuði, en venjulega er viðbótarlífeyrissparnaður laus til útgreiðslu við 60 ára aldur. Þetta úrræði getur hentað vel fyrir þau sem missa tekjur, sérstaklega ef annar sparnaður er ekki fyrir hendi. Á móti kemur að þegar fólk lætur af störfum og fer á lífeyri lækka tekjurnar yfirleitt töluvert. Því er mikilvægt að hafa safnað viðbótarlífeyrissparnaði. Úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði er mikilvægt úrræði við þessar aðstæður en hafa verður í huga að við úttektina lækkar inneignin sem verður til útgreiðslu við 60 ára aldur.

Það borgar sig að bregðast við strax

Afborganir af íbúðalánum eru oft stærsti útgjaldaliðurinn. Viðskiptavinir okkar sem lenda í óvæntum greiðsluerfiðleikum geta sótt um frestun greiðslna af íbúðalánum eða tímabundna lækkun í allt að sex mánuði. Ókostirnir við að fresta afborgunum eru þeir að vextir lánsins safnast saman og leggjast við höfuðstólinn að tímabilinu loknu. Endurfjármögnun getur í sumum tilvikum verið góður kostur til að lækka greiðslubyrði - vextir hafa farið lækkandi svo það er mögulegt að þér bjóðist hagstæðara lán en það sem þú ert að greiða af. Ef þú ákveður að lengja íbúðalánið skaltu samt hafa í huga að það hefur kostnað í för með sér.

Hlutabætur og greiðslur í sóttkví

Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir sem er ætlað að styðja við atvinnulífið og einstaklinga. Ein aðgerðin felst í að greiddar eru allt að 75% hlutabætur (hluti af atvinnuleysisbótum) til einstaklinga sem verða fyrir því að starfshlutfall þeirra er minnkað og er hægt að sækja um þær á vef Vinnumálastofnunar. Heildargreiðsla launa og hlutabóta getur numið mest 700.000 krónum á mánuði og einstaklingar með 400.000 krónur eða minna í laun á mánuði geta fengið greidd 100% af meðaltali launa. Námsmenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig nýtt sér þetta úrræði.

Þá hefur Alþingi samþykkt lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví án þess að hafa veikst.

Á vef umboðsmanns skuldara er einnig hægt að fá upplýsingar um aðstoð vegna fjárhagsvanda, ýmsan fróðleik um fjármál og um réttarstöðu fólks sem er í verulegum greiðsluerfiðleikum.

Atvinnuleysisbætur og frestur á greiðslum til Menntasjóðs námsmanna

Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að sækja um atvinnuleysisbætur og senda inn nauðsynleg gögn. Á vefsíðum stéttafélaga eru gagnlegar upplýsingar og mörg þeirra bjóða félagsmönnum sínum aðstoð.

Háskólum var lokað um miðjan mars 2020 og Lánasjóður íslenskra námsmanna samþykkti í kjölfarið að taka til greina annars konar staðfestingu skóla á ástundun nemenda en loknar einingar. Einnig er hægt að sækja um undanþágu frá afborgunum af námslánum ef tilteknar aðstæður valda verulegum fjárhagsörðugleikum.

Ef þú veist að ástandið verður skammlíft geta margir viðskiptavinir brúað bilið sjálfir í Landsbankaappinu eða netbankanum. Þar býðst til dæmis að hækka yfirdráttar- og kortaheimildir, taka Aukalán og dreifa kreditkortareikningum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
Íbúðahús
14. okt. 2024
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur