Hag­sjá: Launa­vísi­tal­an óbreytt milli mán­aða – eins og við var að bú­ast

Breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári frá 2. ársfjórðungi 2018 til sama tíma 2019 var mest hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki, eða um 7,2%. Laun stjórnenda og sérfræðinga hækkuðu áberandi minnst á þessu tímabili, eða um 3,6%. Launavísitalan hækkaði um 5,4% á sama tíma. Laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks og verkafólks hækkuðu einnig mest á milli 1. og 2. ársfjórðungs 2019. Þessar tölur eru því sterk vísbending um að markmið kjarasamninga á almennum markaði um meiri hækkun lægri launa en þeirra hærri hafi náðst, a.m.k. í fyrstu umferð.
25. september 2019

Samantekt

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var launavísitalan nær óbreytt milli júlí og ágúst. Breytingin á ársgrundvelli var 4,3% sem er álíka mikið og í síðustu tveimur mánuðum. Launahækkunartakturinn er því kominn niður í 4% sem er mikil lækkun frá 6-8% hækkunartakti áranna 2017-2018. Fyrir utan mögulegar hækkanir í samningum opinberra starfsmanna verða almennar hækkanir á almenna markaðnum ekki fyrr en í maí á næsta ári. Þess er því að vænta að hækkunartakturinn fari frekar niður á við en upp á næstu mánuðum.

Kaupmáttur launa hefur verið stöðugur undanfarna mánuði, og jókst lítillega eftir að samningarnir voru gerðir. Kaupmáttur var þannig 1,1% meiri nú í ágúst en í ágúst 2018. Frá áramótum 2014/2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um tæp 26%, eða u.þ.b. 6% á ári. Það er verulega mikil aukning, bæði sögulega séð og í samanburði við önnur lönd. Séð í lengri tíma samhengi hefur kaupmáttur launa aldrei verið meiri. Nú í ágúst var kaupmáttur þannig um 25% hærri en hann var mestur á árunum fyrir hrun.

Tölur Hagstofunnar um nánari samsetningu launavísitölunnar koma jafnan mun seinna en vísitalan sjálf. Þannig hefur launavísitalan fyrir ágúst 2019 verið birt en samsetningin nær bara til júní 2019. Því er þó hægt að skoða þróun á fyrri hluta ársins. Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á vinnumarkaði á einu ári, frá 2. ársfjórðungi 2018 til 2. ársfjórðungs 2019, má sjá að launahækkanir á almenna markaðnum voru ívið minni en á þeim opinbera. Munurinn nemur u.þ.b. 0,3 prósentustigum.

Breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári frá 2. ársfjórðungi 2018 til sama tíma 2019 var mest hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki, 7,2%, og 6,9% hjá verkafólki. Laun stjórnenda og sérfræðinga hækkuðu áberandi minnst á þessu tímabili, eða um 3,6%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 5-6% á þessum tíma sem er álíka og hækkun launavísitölunnar sem hækkaði um 5,4% á þeim tíma.

Laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks og verkafólks hækkuðu einnig mest á milli 1. og 2. ársfjórðungs 2019. Þessar tölur eru því sterk vísbending um að markmið kjarasamninga á almennum markaði um meiri hækkun lægri launa en þeirra hærri hafi náðst, a.m.k. í fyrstu umferð.

Sé litið til atvinnugreina hækkuðu laun áberandi mest í flutningum og geymslustarfsemi frá 2. ársfjórðungi 2018 til sama tíma 2019, eða um 6,7%, sem er vel umfram hækkun launavísitölunnar. Laun í fjármála- og tryggingarstarfsemi hækkuðu áberandi minnst enda komu nýir kjarasamningar á fjármálamarkaðnum ekki til framkvæmda fyrr en á 3. árfjórðungi í ár.

Launavísitala hækkaði um 5,4% milli 2. ársfjórðungs 2018 og 2019. Vísitala heildarlauna hækkaði um 4,9%, eða um hálfu prósentustigi minna en launavísitalan. Þetta sýnir að heildartekjur hafa hækkað minna en dagvinnutekjur, væntanlega fyrst og fremst vegna styttri vinnutíma. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar styttist vinnutími um 0,4 stundir á þessum tíma. Launavístala og vísitala heildarlauna breyttust með svipuðum hætti á milli 1. og 2. ársfjórðungs 2019.

Kjarasamningum hefur verið lokað fyrir mest allan almenna markaðinn og upphaflega lausnin sem kom í byrjun apríl hefur verið fyrirmynd annarra samninga. Niðurstaðan er alls staðar krónutöluhækkanir, kr. 17.000 á mánuði í upphafi tímabils og álíka hækkanir á næstu árum.

Lítið hefur gerst í samningaviðræðum opinberra starfsmanna eftir að viðræður hófust eftir sumarfrí. Frá sumum hópum hefur heyrst að ekki sé mikill áhugi á að nota krónutölusamningana frá almenna markaðnum sem fyrirmynd og svo virðist sem unnið sé að lausnum í sambandi við styttingu á vinnutíma.

Ekki er að sjá að mikið launaskrið sé í gangi og því má vænta tiltölulega rólegrar þróunar á almenna markaðnum fram í maí þegar næstu áfangahækkanir samkvæmt samningum taka gildi.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launavísitalan óbreytt milli mánaða – eins og við var að búast (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur