Vikubyrjun 9. desember 2024
Vikan framundan
- Í dag er síðasti dagur í verðkönnunarvikunni fyrir desembermælingu vísitölu neysluverðs.
- Á þriðjudag birtir Ferðamálastofa brottfarir um Keflavíkurflugvöll og Vinnumálastofa birtir skráð atvinnuleysi.
- Á miðvikudag verða birtar verðbólgutölur í Bandaríkjunum.
- Á fimmtudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
Mynd vikunnar
Á þriðja ársfjórðungi mældist 46 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta kemur í kjölfar 34 ma.kr. halla á fyrsta ársfjórðungi og 38 ma. kr. halla á öðrum, en þriðji ársfjórðungur er sá fjórðungur sem kemur jafnan best út, enda háannatími ferðaþjónustu. Á fyrstu níu mánuðum ársins er hallinn því 26 ma.kr., sem er verulegur viðsnúningur frá því í fyrra þegar 63 ma. kr. afgangur mældist á sama tímabili. Það er mjög ólíklegt að það náist að vinna upp þennan halla á fjórða ársfjórðungi og því nokkuð öruggt að það mælist halli á viðskiptum við útlönd í ár. Þó ber að hafa í huga að þetta eru bráðabirgðatölur og ekki ólíklegt að þær verði endurskoðaðar upp á við seinna þó líklega náist ekki að vinna upp hallann í heild.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Samkvæmt fundargerð peningastefnunefndar vegna vaxtaákvörðunarinnar í nóvember voru allir nefndarmenn sammála um að lækka ætti vexti og var rætt um 0,25 eða 0,50 prósentustig. Allir nefndarmenn samþykktu tillögu seðlabankastjóra um að lækka vexti um 0,50 prósentustig.
- Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans gerði breytingar á eignfjárkröfur fjármálafyrirtækja. Nefndin lækkaði eiginfjárauka vegna kerfisáhættu á öll fjármálafyrirtæki um eitt prósentustig en hækkaði eiginfjáraukann á stóru þrjá kerfislega mikilvægu bankana um eitt prósentustig. Eiginfjárkröfur á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann eru því óbreyttar, en lækka um prósentustig fyrir minni fjármálafyrirtæki.
- Heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignasparnaðar var framlengd um eitt ár.
- Amaroq lauk við hlutafjárútboð, Kaldalón birti upplýsingar úr rekstri félagsins, Icelandair birti flutningstölur, Festi og Högum bárust óskuldbindandi tilboð í Olíudreifingu og félag í meirihlutaeigu SKEL undirritaði samkomulag vegna kaupa á Hringrás.
- Alma hélt útboð á víxlum, Arion banki hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum ásamt skiptiútboði, Lánamál ríkisins héldu skiptiútboð ríkisbréfa, Reykjavíkurborg frestaði fyrirhuguðu skuldabréfaútboði og Landsbankinn tilkynnti um endurkaupatilboð á víkjandi skuldabréfum á gjalddaga 2029 og útboð á víkjandi skuldabréfum á gjalddaga 2036.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).