Færri ferða­menn en meiri korta­velta 

Um 122 þúsund ferðamenn komu til landsins í janúar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Ferðamenn voru 5,8% færri en á sama tíma í fyrra sem er á skjön við þróun síðustu mánaða, en allt frá því í júlí sl. hefur ferðamönnum fjölgað á milli ára. Þótt ferðamönnum hafi fækkað í janúar hélt kortavelta þeirra áfram að aukast. 
Ferðamenn á jökli
19. febrúar 2025

Rétt tæplega 2,3 milljónir ferðamanna komu til landsins í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu og fjölgaði ferðamönnum því um 2,25% á milli ára. Eldgosin á Reykjanesi höfðu framan af nokkur áhrif á ferðaþjónustuna en hún náði sér á strik þegar leið á árið og mikill kraftur var í komum ferðamanna á lokafjórðungi ársins. Fjöldamet voru slegin í október, nóvember og desember og því kom aðeins á óvart að ferðamönnum hefði fækkað á milli ára í janúar. Sé þessi janúarmánuður settur í samhengi við sama mánuð fyrri ára, sést að fjöldinn nú var svipaður og á árunum 2023 og 2020.  

Færri Bretar en fleiri Bandaríkjamenn 

Þau þjóðerni sem helst heimsækja Ísland eru Bretar og Bandaríkjamenn. Á venjulegu ári eru Bandaríkjamenn fjölmennastir yfir sumarmánuðina en yfir vetrarmánuðina taka Bretar við og eru fjölmennastir. Þennan vetur hefur þróunin þó verið öfug. Frá því í október í fyrra hefur ferðum Breta til Íslands fækkað á milli ára, en á móti hefur ferðum Bandaríkjamanna fjölgað. Sömu þróun mátti sjá áfram í janúar og hafa Bandaríkjamenn aðeins einu sinni verið fleiri í janúarmánuði, á metárinu 2018. 

Þegar leit að Íslandi frá Bretlandi er skoðaður á Google eftir mánuðum sést að hann er mestur yfir vetrarmánuðina, einkum í janúar. Í janúar síðastliðnum var leit að Íslandi þó töluvert minni á þeim bæ en síðustu ár, sem er í takt við fækkun ferðamanna frá Bretlandi. Leitir Bandaríkjamanna sveiflast ekki eins mikið yfir árið og hafa ekki dregist eins mikið saman og leitir Breta.  

Kortavelta jókst á milli ára í janúar 

Kortavelta ferðamanna jókst á milli ára í janúar, hvort sem hún er skoðuð á föstu gengi eða föstu verðlagi. Fjöldi ferðamanna og erlend kortavelta innanlands fylgist alla jafna nokkuð vel að. Síðast þegar fjöldi ferðamanna dróst saman á milli ára, í júní í fyrra, dróst kortavelta á föstu gengi einnig saman á milli ára. Þróunin nú er því á skjön við það sem hefði mátt ætla. Skýringin gæti legið í aukinni hlutdeild Bandaríkjamanna, en Bandaríkjamenn hafa að jafnaði eytt meiru í ferðum sínum hingað til lands en Bretar. Þetta kann að vera ástæða þess að kortavelta jókst umfram fjölgun ferðamanna í desember og jókst á milli ára í janúar á sama tíma og ferðamönnum fækkaði. Gögn um gistinætur og kortaveltu eftir þjóðerni hafa ekki verið uppfærð síðustu mánuði og því er erfitt að vita fyrir víst hver ástæðan er fyrir þróuninni nú, en Hagstofan vinnur að því að yfirfara gistináttatölur eftir þjóðerni.  

Utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði í janúar 

Í janúar fóru rúmlega 48 þúsund Íslendingar til útlanda, 22% fleiri ferðir en á sama tíma í fyrra og hafa utanlandsferðir Íslendinga aldrei verið fleiri í janúarmánuði. Töluverðar sveiflur hafa mælst í utanlandsferðum Íslendinga allra síðustu mánuði, en þær voru 24% fleiri í desember en árið áður og kom það í kjölfar 22% samdráttar milli ára í nóvember. Fjölgun utanlandsferða Íslendinga í janúar er í takt við aukna kortaveltu erlendis í mánuðinum. 

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
27. mars 2025
Verðbólga mælist undir 4%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.
Fasteignir
24. mars 2025
Vikubyrjun 24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur