Vikubyrjun 7. apríl 2025

Vikan framundan
- Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í mars og Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysi í mars. Þá verða birtar verðbólgutölur í Bandaríkjunum og Ölgerðin birtir uppgjör.
- Í vikunni fer fram verðkönnun fyrir aprílmælingu vísitölu neysluverðs.
Mynd vikunnar
Á miðvikudag í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmestu hömlur á alþjóðaviðskipti sem Bandaríkin hafa viðhaft síðan á fjórða áratug síðustu aldar, eða síðan Smoot-Hawley tollurinn var settur á við upphaf kreppunnar miklu með það að markmiði að vernda bandaríska framleiðslu. Tollurinn hækkaði verulega verð á innfluttum vörum í Bandaríkjunum og kynnti undir verðbólgu, auk þess sem verndarstefnan smitaði út frá sér með tollum annarra ríkja. Tollahækkanirnar vinna gegn grundvallarforsendum frjálsra viðskipta sem almennt stuðla að skilvirkni, lægra verði og aukinni velferð.
Það helsta frá vikunni sem leið
Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar. Þar kom fram að allir nefndarmenn voru sammála um að þróun efnahagsmála hefði í meginatriðum verið í takt við væntingar. Nefndin ræddi lækkun vaxta um 0,25 eða 0,50 prósentustig í ljósi þess að horfur væru á áframhaldandi hjöðnun verðbólgu.
Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun fyrir tímabilið 2026-2030. Til stendur að flýta hallalausum ríkisrekstri um eitt ár og tryggja hallalaus fjárlög þegar árið 2027.
Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun fyrir 2F.
Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,2% í mars og lækkaði um 0,1% á milli mánaða.
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum jókst um 0,1% á milli mánaða og var 4,2% í mars. Á sama tíma fjölgaði störfum um 228.000. Sú þróun bendir til þess að vinnumarkaðurinn sé enn sterkur þrátt fyrir örlitla hækkun atvinnuleysis.
Íslandshótel og Útgerðarfélag Reykjavíkur birtu uppgjör.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).









