Verðbólga hjaðnaði áfram í mars. Hún fór úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Við gerum ráð fyrir að nú hægi verulega á hjöðnun verðbólgu og að hún sveiflist í kringum 4% næstu mánuði. Það skýrist aðallega af því að á næstu mánuðum detta engir hækkunarmánuðir út úr árstaktinum. Við spáum 4,1% verðbólgu í apríl, 3,8% í maí og áfram 3,8% í júní.
Peningastefnunefnd lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig þann 19. mars, í samræmi við væntingar. Vextir hafa verið lækkaðir nokkurn veginn í takt við hjöðnun verðbólgu og standa nú í 7,75%. Þótt verðbólga hafi þróast í rétta átt er peningastefnunefnd á varðbergi, ekki síst vegna þrálátra verðbólguvæntinga sem hafa staðið meira og minna óbreyttar þrátt fyrir minnkandi verðbólguþrýsting síðustu mánuði. Þá hlýtur Seðlabankinn að hafa varann á gagnvart neyslustiginu: Kortavelta heldur áfram að aukast og það sama má segja um innlán heimila. Verði innlánin nýtt sem neysluútgjöld þegar vextir lækka er hætt við að það kyndi undir verðbólgu. Við teljum að Seðlabankinn haldi raunstýrivöxtum áfram háum og lækki þá ekki fyrr en ljóst er að verðbólguvæntingar hafi gefið eftir.
Ríkisstjórnin kynnti fjármálaáætlun á síðasta degi marsmánaðar. Áætlunin nær yfir tímabilið 2026-2030 og samkvæmt henni stendur til að flýta hallalausum ríkisrekstri um eitt ár og tryggja hallalaus fjárlög þegar árið 2027. Árið 2027 er stefnt að því að skila lítils háttar afgangi, upp á 2 ma. kr., og í kjölfarið er markmiðið að bæta afkomuna smám saman, um að jafnaði tæpa 10 ma. kr. á ári út tímabilið.
Þá stendur til að taka upp svokallaða stöðugleikaregla og að hún komi í stað afkomureglu. Í stöðugleikareglunni felst að undirliggjandi útgjöld A1-hluta ríkissjóðs megi ekki aukast umfram 2,0% að raunvirði á ári, án þess að tekið sé tillit til breyttrar tekjuöflunar. Með öðrum orðum verða aukin útgjöld umfram 2,0% að vera fjármögnuð á tekjuhliðinni.
Lesa fréttabréfið í heild:
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).









