Vikubyrjun 31. mars 2025

Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Eurostat verðbólgutölur fyrir evrusvæðið.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar.
- Á föstudag birtir Íslandshótel uppgjör og atvinnuleysistölur verða birtar í Bandaríkjunum.
Mynd vikunnar
Á síðasta ári fluttust 4.044 fleiri til Íslands en frá landinu, um 40% færri en árið 2023 og rúmlega 50% færri en árið 2022. Það ár var metár en þá fluttust 8.660 fleiri til landsins en frá landinu. Landsmenn voru 389.444 talsins þann 1. janúar 2025, samkvæmt Hagstofunni og íbúum fjölgaði um 1,5% á milli ára. Á undanförnum árum hefur nettóaðflutningur fólks verið meginástæða fólksfjölgunar hér á landi. Minnkandi nettóaðflutningur til landsins, eins og sést á nýjustu tölum, hefur því bein áhrif á heildarfólksfjölgun.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars. Verðbólga lækkar því úr 4,2% í 3,8%. Verðbólgumælingin er nokkuð góð að okkar mati og virðist undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafa minnkað meira en við gerðum ráð fyrir en við spáðum því að verðbólgan myndi hjaðna í 3,9%.
- Seðlabankinn birti yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fyrri fjármálastöðugleikaskýrslu ársins. Að mati nefndarinnar stendur fjármálakerfið traustum fótum. Mikil óvissa ríkir í alþjóðamálum sem gæti reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Nefndin hélt sveiflujöfnunaraukanum óbreyttum í 2,5% sem er í takt við stefnu nefndarinnar. Nefndin mun halda áfram að beita stýritækjum sínum til að varðveita fjármálastöðugleika.
- Samkvæmt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar verður hallarekstur ríkissjóðs stöðvaður fyrir 2027 og á sama tíma verður sjálfbærni opinberra fjármála tryggð, gangi stefnan eftir. Í fyrsta sinn byggir stefnan á nýrri stöðugleikareglu fyrir opinber fjármál. Með því verður ríkissjóði settar þrengri skorður en áður þegar kemur að ófjármögnuðum útgjöldum.
- Seðlabankinn birti Hagvísa.
- Verðbólga í Bretlandi lækkaði úr 3,0% í 2,8%. Næsta vaxtaákvörðun Englandsbanka er í byrjun maí.
- Alvotech, Ísfélagið og Amaroq birtu uppgjör. Eyrir Invest greiddi hluthafa út í formi hlutabréfa í JBT Marel, Play fékk rekstrarleyfi á Möltu og Amaroq kynnti uppfært auðlindamat.
- Reitir lauk sölu á skuldabréfum. Útgerðarfélag Reykjavíkur lauk sölu á víxlum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).









