Viku­byrj­un 17. fe­brú­ar 2025

Erlendum ferðamönnum í janúar fækkaði um 5,8% á milli ára samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem birt var í síðustu viku. Einnig fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna vísitölu neysluverðs í febrúar og spáum við því að verðbólga hjaðni niður í 4,3%. Í þessari viku fáum við kortaveltutölur frá Seðlabankanum, vísitölur íbúða- og leiguverðs frá HMS auk þess sem fundargerð peningastefnunefndar verður birt.
Fólk við Geysi
17. febrúar 2025

Vikan framundan

  • Í dag birti Seðlabankinn kortaveltutölur fyrir janúar síðastliðinn og Play birtir ársuppgjör.
  • Á morgun birtir HMS vísitölu íbúðaverðs fyrir janúar og Síminn birtir ársuppgjör.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar og HMS birtir vísitölu leiguverðs fyrir janúar.
  • Á fimmtudaginn birtir HMS mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn og Sýn og Skagi birta ársuppgjör.

Mynd vikunnar

Um 121 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar, 5,8% færri en í janúar í fyrra. Árið byrjar því aðeins hægar en síðasta ár en mjög svipaður fjöldi kom nú í janúar og árin 2023 og 2020. Þetta er einnig í fyrsta skipti í 3 mánuði sem fækkun mælist í fjölda ferðamanna á milli ára en á síðustu þremur mánuðum síðasta árs var slegið fjöldamet í komum erlendra ferðamanna hvers mánaðar. Ágætis kraftur var í greininni á lokamánuðum ársins og kortavelta erlendra ferðamanna fylgdi sömu þróun og fjölgun þeirra, jókst raunar meira í desember en fjöldinn. Í dag birti Seðlabankinn kortaveltutölur fyrir janúar sem sýndu að kortavelta jókst um 7,3% milli ára í janúar á föstu verðlagi. Úr því má ráða að ferðamenn gerðu betur við sig í janúar nú en í fyrra.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Skráð atvinnuleysi samkvæmt Vinnumálastofnun var 4,2% í janúar. Atvinnuleysi jókst um 0,4 prósentustig á milli mánaða, en atvinnuleysi eykst jafnan á milli mánaða í janúar. Atvinnuleysi var einnig 0,4 prósentustigum meira en í sama mánuði árið áður.
  • Sem fyrr segir fóru 121 þúsund erlendir ferðamenn um Keflavíkurflugvöll í janúar síðastliðnum og um 48 þúsund íslenskir ferðamenn. Á sama tíma og brottfarir erlendra ferðamanna drógust saman, mældust utanlandsferðir Íslendinga 22% fleiri en í janúar í fyrra.
  • Í síðustu viku fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna febrúarmælingar á vísitölu neysluverðs. Við birtum verðbólguspá þar sem við spáum því að verðbólga lækki úr 4,6% í 4,3%. Við gerum ráð fyrir að útsölulok hafi mest áhrif á verðmælingar í febrúar.
  • Arion banki, Kvika banki, Eik, Heimar og Íslandsbanki birtu uppgjör.
  • Landsbankinn hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum, ásamt útgáfu á AT1 verðbréfum. Lánamál ríkisins var með viðbótarútgáfu á ríkisbréfum og Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði auk viðbótarútgáfu.
  • Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja samrunaviðræður við Íslandsbanka.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 17. febrúar 2025 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
27. mars 2025
Verðbólga mælist undir 4%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.
Fasteignir
24. mars 2025
Vikubyrjun 24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur