Ferða­menn í júlí fleiri en í fyrra 

Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024

Um 277 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júlí, 0,5% fleiri en í júlí í fyrra. Júlí kemur því töluvert betur út en júní, en þá fækkaði ferðamönnum um 9% milli ára. Þróun síðustu þriggja mánaða fyrir júlí var sú að ferðamönnum var að fækka frá sama tíma í fyrra. Eins og vanalega á þessum tíma voru Bandaríkjamenn fjölmennasti ferðamannahópurinn, en þeim fækkar þó um 12,8% á milli ára. Á móti fjölgar ferðamönnum frá Asíu, og þá sérstaklega frá Kína. 

Ferðamenn gistu lengur í júní - en síður á hótelum 

Tölur um gistinætur fyrir júní sýna að skráðum gistinóttum fækkaði lítilega milli ára eða um 1,4%, á sama tíma og ferðamönnum fækkaði um 9%. Ferðamenn gistu því lengur í ferðalögum sínum til landsins í júní síðastliðnum en í fyrra. Gistinætur á hvern ferðamann í júní í ár voru samkvæmt því að meðaltali fjórar, en voru 3,7 í fyrra. Ef gistinætur eru skoðaðar eftir tegundum gististaða sést áberandi fækkun á gistinóttum á hótelum. Gistinætur á hótelum voru um 9% færri í júní en fyrir ári, en á móti voru gistinætur á öðrum tegundum skráðra gististaða 11% fleiri en í fyrra.  Gistinætur eru alla jafna nokkuð dýrari á hótelum en gistinætur á öðrum tegundum gististaða og skila því meiri verðmætum.  

Kortavelta dróst einnig saman í júní, eða um 14% á föstu gengi. Þó verður að taka kortaveltutölum með ákveðnum fyrirvara þar sem innlend fyrirtæki hafa í auknum mæli nýtt sér erlenda færsluhirðingu sem sést ekki í kortaveltutölum Seðlabankans. Óljóst er hversu mikil skekkja er í tölunum en burtséð frá því sýna þær minni samdrátt milli ára í kortaveltu á mann nú í júní en í maí. Kortavelta á mann nú í júní var einnig meiri en á sama tíma árin 2018 og 2019, öfugt við maímánuð þar sem kortavelta á hvern ferðamann var töluvert minni en árin á undan.   

Gistinóttum fjölgar mest í Noregi 

Í fyrra voru gistinætur erlendra ferðamanna á Íslandi fleiri en árið 2019, síðasta árið fyrir Covid-faraldurinn. Það sama á við í Noregi og í Danmörku. Í Svíþjóð og í Finnlandi hafði fjöldi gistinótta ekki náð sömu hæðum og fyrir faraldur. 

Ísland sker sig hins vegar úr frá hinum norðurlöndunum í þróun á fjölda gistinótta útlendinga fyrstu fimm mánuði þessa árs. Hér hefur gistinóttum fækkað milli ára en á öllum hinum norðurlöndunum hefur þeim fjölgað.  Fjölgunin er langmest í Noregi, um rúmlega 18% frá sama tímabili í fyrra. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hugsanlegt að ferðamenn hafi í einhverjum mæli valið Noreg frekar en Ísland eða Finnland sem áfangastað. Ferðaþjónusta í Finnlandi hefur enn ekki náð sér á strik eftir faraldurinn og gistinætur erlendra ferðamanna þar eru enn nokkuð færri en fyrir faraldur.  

Þótt gistinætur erlendra ferðamanna hér á landi séu færri en í fyrra er staðan í greininni ekki svo slæm. Hafa ber í huga að síðasta ár var metár á flesta mælikvarða. Líklega eru það nokkrir samverkandi þættir sem skýra samdrátt í ferðaþjónustu frá fyrra ári. Má þar nefna áhrif eldhræringanna sem eru líklega að koma sterkast fram núna, auk þess sem hátt raungengi gerir ferðir til Íslands dýrari en ella. 

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
14. nóv. 2024
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í næstu viku
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
Epli
14. nóv. 2024
Spáum 4,5% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
Selfoss
11. nóv. 2024
Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Ferðamenn við Strokk
5. nóv. 2024
Ágætur þriðji fjórðungur í ferðaþjónustu
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Fjölbýlishús
4. nóv. 2024
Þörf á íbúðum og ágætis uppbygging í kortunum 
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
4. nóv. 2024
Vikubyrjun 4. nóvember 2024
Verðbólga lækkaði úr 5,4% niður í 5,1% í október, í samræmi við væntingar. Samhliða birtingu VNV tilkynnti Hagstofan að fyrirhugað kílómetragjald yrði tekið inn í vísitöluna. Í þessari viku birtir Vinnumálastofnum skráð atvinnuleysi í október, kosið verður um nýjan forseta í Bandaríkjunum, Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki tilkynna um vaxtaákvarðanir og uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er áfram í fullum gangi.
1. nóv. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 1. nóvember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur