Ferða­menn í júlí fleiri en í fyrra 

Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024

Um 277 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júlí, 0,5% fleiri en í júlí í fyrra. Júlí kemur því töluvert betur út en júní, en þá fækkaði ferðamönnum um 9% milli ára. Þróun síðustu þriggja mánaða fyrir júlí var sú að ferðamönnum var að fækka frá sama tíma í fyrra. Eins og vanalega á þessum tíma voru Bandaríkjamenn fjölmennasti ferðamannahópurinn, en þeim fækkar þó um 12,8% á milli ára. Á móti fjölgar ferðamönnum frá Asíu, og þá sérstaklega frá Kína. 

Ferðamenn gistu lengur í júní - en síður á hótelum 

Tölur um gistinætur fyrir júní sýna að skráðum gistinóttum fækkaði lítilega milli ára eða um 1,4%, á sama tíma og ferðamönnum fækkaði um 9%. Ferðamenn gistu því lengur í ferðalögum sínum til landsins í júní síðastliðnum en í fyrra. Gistinætur á hvern ferðamann í júní í ár voru samkvæmt því að meðaltali fjórar, en voru 3,7 í fyrra. Ef gistinætur eru skoðaðar eftir tegundum gististaða sést áberandi fækkun á gistinóttum á hótelum. Gistinætur á hótelum voru um 9% færri í júní en fyrir ári, en á móti voru gistinætur á öðrum tegundum skráðra gististaða 11% fleiri en í fyrra.  Gistinætur eru alla jafna nokkuð dýrari á hótelum en gistinætur á öðrum tegundum gististaða og skila því meiri verðmætum.  

Kortavelta dróst einnig saman í júní, eða um 14% á föstu gengi. Þó verður að taka kortaveltutölum með ákveðnum fyrirvara þar sem innlend fyrirtæki hafa í auknum mæli nýtt sér erlenda færsluhirðingu sem sést ekki í kortaveltutölum Seðlabankans. Óljóst er hversu mikil skekkja er í tölunum en burtséð frá því sýna þær minni samdrátt milli ára í kortaveltu á mann nú í júní en í maí. Kortavelta á mann nú í júní var einnig meiri en á sama tíma árin 2018 og 2019, öfugt við maímánuð þar sem kortavelta á hvern ferðamann var töluvert minni en árin á undan.   

Gistinóttum fjölgar mest í Noregi 

Í fyrra voru gistinætur erlendra ferðamanna á Íslandi fleiri en árið 2019, síðasta árið fyrir Covid-faraldurinn. Það sama á við í Noregi og í Danmörku. Í Svíþjóð og í Finnlandi hafði fjöldi gistinótta ekki náð sömu hæðum og fyrir faraldur. 

Ísland sker sig hins vegar úr frá hinum norðurlöndunum í þróun á fjölda gistinótta útlendinga fyrstu fimm mánuði þessa árs. Hér hefur gistinóttum fækkað milli ára en á öllum hinum norðurlöndunum hefur þeim fjölgað.  Fjölgunin er langmest í Noregi, um rúmlega 18% frá sama tímabili í fyrra. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hugsanlegt að ferðamenn hafi í einhverjum mæli valið Noreg frekar en Ísland eða Finnland sem áfangastað. Ferðaþjónusta í Finnlandi hefur enn ekki náð sér á strik eftir faraldurinn og gistinætur erlendra ferðamanna þar eru enn nokkuð færri en fyrir faraldur.  

Þótt gistinætur erlendra ferðamanna hér á landi séu færri en í fyrra er staðan í greininni ekki svo slæm. Hafa ber í huga að síðasta ár var metár á flesta mælikvarða. Líklega eru það nokkrir samverkandi þættir sem skýra samdrátt í ferðaþjónustu frá fyrra ári. Má þar nefna áhrif eldhræringanna sem eru líklega að koma sterkast fram núna, auk þess sem hátt raungengi gerir ferðir til Íslands dýrari en ella. 

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Bakarí
24. jan. 2025
Stöðugri vinnumarkaður og minna skrið launahækkana
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Pund, Dalur og Evra
17. jan. 2025
Krónan styrktist á síðasta ári
Krónan styrktist á móti evru en veiktist aðeins á móti Bandaríkjadal á árinu 2024. Árið var nokkuð rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem velta dróst saman og minna var um flökt.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur