Við leysum úr málunum
Við erum til staðar til að leysa úr málunum. Þú getur fengið aðstoð við bankaþjónustu og fjármálaráðgjöf í síma og á fjarfundum, í gegnum tölvupóst eða í netspjallinu á landsbankinn.is. Vegna samkomutakmarkana þarf að panta tíma til að fá þjónustu í útibúum og Fyrirtækjamiðstöð frá og með 23. desember.
Pantaðu tíma á landsbankinn.is
Þú getur pantað tíma í ráðgjöf, gjaldkeraþjónustu og hjá Fyrirtækjamiðstöðinni á landsbankinn.is/panta-tima. Við mælum með að panta fjarfund eða símtal ef þig vantar ráðgjöf, það er einfalt og sparar tíma. Við hvetjum viðskiptavini til að nota Landsbankaappið, netbankann og hraðbankana eins og hægt er en þannig má leysa fjölmörg erindi á einfaldan og fljótlegan hátt.
Við höfum gjafakortin tilbúin
Gjafakort Landsbankans er tilvalin jólagjöf. Það er einfalt að panta gjafakortin á landsbankinn.is og velja í hvaða útibú þú vilt sækja þau. Við höfum þau tilbúin fyrir þig í fallegum jólaumbúðum. Einnig er hægt að kaupa gjafakort í gjafakortasjálfsölum sem eru aðgengilegir allan sólarhringinn í útibúunum í Mjódd og í Vesturbæ.
Afgreiðslutími um jól og áramót
- Aðfangadagur 24. desember: Lokað.
- Gamlársdagur 31. desember: Opið til kl. 12.
- Panta þarf tíma til að fá afgreiðslu í útibúi.
Þjónusta allan sólarhringinn
Hraðbankar Landsbankans eru staðsettir um allt land og flestir eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Hægt er að sjá staðsetningu og fjarlægð í næsta hraðbanka í appinu eða á landsbankinn.is. Í hraðbönkum er m.a. hægt að taka út og leggja inn reiðufé og greiða reikninga. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Þarftu aðstoð?
Ef þú þarft aðstoð við að nýta þér rafrænar lausnir hvetjum við þig til að hafa samband við Þjónustuverið í síma 410 4000, með því að panta símtal á landsbankinn.is eða senda okkur tölvupóst í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.