Skerðing á þjónustu í netbönkum og útibúum 18.-20. nóvember
Vegna innleiðingar á nýju tölvukerfi þurfti að skerða þjónustu í netbönkum og útibúum helgina 18.-19. nóvember og fram eftir degi mánudaginn 20. nóvember.
Mikilvæg endurnýjun á gömlum kerfum
Endurnýjun á innlána- og greiðslukerfum Reiknistofu bankanna (RB) og Landsbankans er eitt stærsta hugbúnaðarverkefni sem RB og bankinn hafa ráðist í. Nýja kerfið leysir af hólmi mörg eldri tölvukerfi en hið elsta þeirra er um 40 ára gamalt. Í stað eldri kerfa verður tekið í notkun nýtt kerfi frá hugbúnaðarfyrirtækinu Sopra Banking Software. Nýja kerfið einfaldar og uppfærir tækniumhverfi bankans og er ódýrara í rekstri og sveigjanlegra en eldri kerfi. Með Sopra-kerfinu aukast einnig möguleikar á samnýtingu hugbúnaðarlausna í fjármálakerfinu.
Vegna innleiðingarinnar þurfti bankinn að skerða þjónustu í netbanka einstaklinga, netbanka fyrirtækja og útibúum helgina 18.-19. nóvember og mánudaginn 20. nóvember. Landsbankinn biðst velvirðingar á óþægindum sem þjónustuskerðingin olli en hún var nauðsynleg til að innleiðing nýja tölvukerfisins gengi sem best fyrir sig.
Í tengslum við innleiðingu á nýju kerfi verða nokkrar breytingar á þjónustu við fyrirtæki auk þess sem vaxtatímabil veltureikninga breytist.
Upplýsingar um breytingar á þjónustu við fyrirtæki
Þjónustuver opið til kl. 21.00
Aðstoð og nánari upplýsingar er hægt að fá með því að hringja í Þjónustuver Landsbankans, s. 410 4000, eða senda tölvupóst í netfangið info@landsbankinn.is.
Þjónustuverið verður opið frá kl. 9.00 - 21.00 mánudaginn 20. nóvember og þriðjudaginn 21. nóvember.
Fréttin var uppfærð mánudaginn 20. nóvember.