Fréttir

Vör­um við svikasím­töl­um

18. september 2024

Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.

Símtölin virðast koma úr íslenskum símanúmerum en svikararnir eru enskumælandi. Þeir hafa meðal annars sagst vera að bjóða upp á fjárfestingartækifæri í rafmynt, tilkynna að viðmælandinn eigi eignir í rafmynt eða bjóða fólki að fá greitt fyrir að vera milliliðir í fjárfestingum í rafmynt.

Svikararnir hafa fengið fólk til að hlaða niður forritinu AnyDesk á tækin sín en með því fá svikararnir fullan aðgang að tækinu. Einnig hefur fólk verið gabbað til að gefa upp leyninúmer rafrænna skilríkja og hafa svikararnir nýtt þær upplýsingar til að skrá sig inn í bankaapp viðkomandi, millifært út af reikningum og samþykkt greiðslukortafærslur. Þá hefur borið á að svikararnir noti greiðslukortaupplýsingar fólks til að kaupa rafmynt hjá fyrirtæki sem nefnist Bintense en þar með eru fjármunirnir tapaðir.

Málið er enn að skýrast og við munum uppfæra þessa frétt ef þörf krefur.

Vegna svikanna viljum við ítreka eftirfarandi:

  • Taktu öllum símtölum eða skilaboðum sem snúast um að kynna fyrir þér einfaldar leiðir til að græða peninga með miklum fyrirvara.
  • Ef þú telur að sá sem hringdi í þig sé að reyna að blekkja þig, skaltu strax slíta samtalinu. Það hefur ítrekað komið í ljós að eftir því sem fólk ræðir lengur við svikarana, því meiri hætta er á að það láti blekkjast og tjónið verði meira.
  • Fara skal varlega í notkun á rafrænum skilríkjum og aldrei gefa öðrum upp leyninúmer fyrir rafræn skilríki. Enginn annar en þú á að vita leyninúmerið fyrir rafrænu skilríkin þín.
  • Forritið AnyDesk, og fleiri forrit af sama toga, gefa utanaðkomandi fullan aðgang að tölvu eða síma sé búið að hlaða því niður á tækið og samþykkja aðgang. Ekki dugir að eyða forritinu út heldur getur þurft að fá fagmann til að tryggja að engin óværa leynist í tölvunni.
  • Aldrei samþykkja innskráningar, millifærslu, kortafærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir.

Ef þú telur þig hafa orðið þolandi svika er mikilvægt að láta bankann þinn og lögreglu vita sem fyrst. Nánari upplýsingar eru á landsbankinn.is/oryggi.

Málið er enn að skýrast og við munum uppfæra þessa frétt ef þörf krefur. Ekkert lát virðist vera á þessum svikum og því viljum við ítreka þessi varnaðarorð.

Fréttin var fyrst birt 10. september 2024 og uppfærð 18. september 2024.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur