Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Tveir heppnir viðskiptavinir voru dregnir út í lok júlí og fóru út á hátíðina þann 7. ágúst. Að þeirra sögn gekk ferðin mjög vel og hátíðin var skemmtileg.
Sylvía Rut Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Hávarðardóttir:
„Ferðin til Gautaborgar á Way Out West var mjög skemmtileg upplifun. Við fengum ekki bara flug, gistingu og miða á hátíðina heldur var einnig búið að skipuleggja far til og frá flugvelli fyrir okkur og í anddyri hótelsins biðu okkar 72 klst. miðar í tram-ið til þess að komast á hátíðina og milli staða. Þessi auka skipulagning setti algjörlega punktinn yfir i-ið þar sem við þurftum í rauninni ekki að pæla í neinu öðru en bara að hafa gaman. Hátíðin sjálf var mun stærri en við höfðum gert okkur grein fyrir en var algjörlega upplifun í sjálfu sér. Hátíðarsvæðið var stórt og voru mörg svið þar inni svo við gátum flakkað á milli og fengið að sjá hina ýmsu listamenn. Þessi vinningur var svo sannarlega af betri gerðinni og erum við mjög þakklátar að hafa fengið þessa upplifun. Takk fyrir okkur!“
Plúskort eru hagstæð fyrirframgreidd kort fyrir fólk á öllum aldri. Plúskortið er án færslu- og árgjalda á meðan Plúskort+ er með lágu árgjaldi. Bæði kortin safna Aukakrónum, en Plúskort+ er að auki með grunnferðatryggingu.