Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur.
Frá og með 5. mars nk. verður kaupum og sölu á norskum krónum hætt og frá og með 3. maí nk. verður kaupum og sölu á sænskum og dönskum krónum hætt.
Viðskiptavinir Landsbankans sem eiga seðla í þessum myntum geta komið í gjaldkeraútibú og skipt þeim þangað til.
Reglur um varnir gegn peningaþvætti hafa sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa verið hertar sérstaklega á Norðurlöndunum. Það hefur leitt til þess að ekki er unnt að halda úti þessari þjónustu lengur.