Breytingar á auðkenningu við aðgerðir í appinu
Við erum að gera breytingar á hvernig viðskiptavinir staðfesta greiðslur og ýmsar aðrar aðgerðir í Landsbankaappinu. Með þessu aukum við öryggi í netviðskiptum.
Fyrsta breytingin er á auðkenningu viðskiptavina við millifærslur og innborgun á greiðslukort í eigu annarra. Áður var beðið um fjögurra stafa leyninúmer en nú eru viðskiptavinir beðnir um að auðkenna sig með lífkenni (andlits- eða fingrafaragreiningu), með rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu.
Á næstunni munum við breyta auðkenningu við aðrar greiðsluaðgerðir í appinu, s.s. erlendar millifærslur og greiðslur reikninga. Sambærilegar breytingar hafa þegar verið gerðar í netbankanum.