Fréttir

Ný út­gáfa af al­menn­um við­skipta­skil­mál­um

25. maí 2023 - Landsbankinn

Við höfum birt nýja útgáfu af almennum viðskiptaskilmálum bankans. Skilmálarnir gilda í viðskiptum milli Landsbankans og viðskiptavina, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Auk skilmálanna gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, skilmála og reglna um einstakar vörur eða þjónustu sem bankinn kann að veita viðskiptavini.

Með útgáfunni eru uppfærð ýmis ákvæði skilmálanna í ljósi breyttra laga og reglna auk þess sem orðalag er skýrt, m.a. varðandi vinnslu persónuupplýsinga, framkvæmd áreiðanleikakönnunar, heimildir lögráðamanns, umboð, öryggisráðstafanir, greiðslureikninga og greiðslukort. Þá er uppfærslunni ætlað að veita viðskiptavinum nánari fræðslu um þau atriði sem þar er fjallað um.

Nýju skilmálarnir gilda frá og með 1. júní 2023 gagnvart nýjum viðskiptavinum, þ.e. þeim viðskiptavinum sem staðfesta skilmálana frá og með þeim degi. Gagnvart núverandi viðskiptavinum gilda eldri skilmálar til 31. júlí 2023 en nýju skilmálarnir frá og með 1. ágúst 2023.

Skilmálarnir eru aðgengilegir á afgreiðslustöðum bankans og á vef bankans:

Almennir viðskiptaskilmálar Landsbankans (ný útgáfa)

Helstu efnisbreytingar á almennum viðskiptaskilmálunum eru eftirfarandi:

  1. Heimilisfang bankans er uppfært (grein 1.3).
  2. Vinnsla persónuupplýsinga er skýrð og aukin fræðsla veitt þar að lútandi (grein 2.1). Samhliða útgáfu uppfærðra skilmála er persónuverndarstefna bankans uppfærð.
  3. Kveðið er nánar á um framkvæmd áreiðanleikakönnunar að því er varðar húsfélög (grein 2.3).
  4. Tekið er fram að lögráðamanni er heimilt að fá upplýsingar um viðskipti ófjárráða viðskiptavinar (grein 2.6).
  5. Ákvæði um umboð er uppfært að því er varðar breytingar, afturköllun og niðurfellingu umboðs (grein 2.7).
  6. Tekið er fram að viðskiptavinum beri að kynna sér leiðbeiningar og tilmæli bankans um öryggisráðstafanir og fylgja þeim (grein 2.9).
  7. Tekið er fram að ef viðskiptavinur fær sent einskiptis auðkenningarnúmer/-kóða til samþykktar á framkvæmd greiðslu skal hann ekki heimila greiðsluna með númerinu/kóðanum nema hafa sannreynt að um rétta fjárhæð, réttan gjaldmiðil og réttan viðtakanda sé að ræða (grein 3.1, 2. mgr. og grein 5.4, 1. mgr.).
  8. Afmörkun greiðslureikninga gagnvart sparireikningum og öðrum reikningum er skýrð (grein 4.1, 1. mgr.).
  9. Orðalag um verðtryggingu og bindingu innstæðu er uppfært í ljósi nýrra reglna Seðlabanka Íslands um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár (grein 4.1, 3. mgr. og grein 4.6, 2. mgr.).
  10. Bætt er við ákvæði um boðskiptaleið fyrir framlagningu gjaldayfirlits skv. lögum um greiðslureikninga (grein 4.4).
  11. Sett er inn ákvæði um boðgreiðslur (grein 5.3, 3. mgr.).
  12. Skýrðar eru afleiðingar uppsagnar eða lokunar á korti m.t.t. greiðsludreifingar og eftirstöðva á kortareikningi (grein 5.6, 2. mgr.).
  13. Upplýsingar eru skýrðar um tilkynningu til bankans um óheimilaða eða ranglega framkvæmda greiðslu og hvaða skilyrði eru fyrir bótaábyrgð vegna slíkrar greiðslu (grein 6, 1. mgr.).
  14. Kveðið er á um að uppsögn samnings um greiðslureikning skv. lögum um greiðslureikninga fari eftir ákvæðum þeirra laga (grein 7, 1. mgr.).
  15. Upplýsingar um úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki eru uppfærðar, m.a. um nýtt heimilisfang og vefsetur nefndarinnar (grein 7, 3. mgr.).

Ákvæði skilmálanna sem falla undir gildissvið laga um greiðsluþjónustu mynda rammasamning um greiðsluþjónustu milli viðskiptavinar og bankans í skilningi laga um greiðsluþjónustu. Núverandi viðskiptavinur hefur rétt á að tilkynna bankanum um uppsögn rammasamnings um greiðsluþjónustu fyrir 1. ágúst 2023 ef hann vill ekki samþykkja breytingarnar. Núverandi viðskiptavinur telst hafa samþykkt breytingarnar tilkynni hann bankanum ekki um annað fyrir 1. ágúst 2023.

Almennir viðskiptaskilmálar Landsbankans (ný útgáfa)

Þú gætir einnig haft áhuga á
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur