Fréttir

Ný út­gáfa af al­menn­um við­skipta­skil­mál­um

25. maí 2023 - Landsbankinn

Við höfum birt nýja útgáfu af almennum viðskiptaskilmálum bankans. Skilmálarnir gilda í viðskiptum milli Landsbankans og viðskiptavina, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Auk skilmálanna gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, skilmála og reglna um einstakar vörur eða þjónustu sem bankinn kann að veita viðskiptavini.

Með útgáfunni eru uppfærð ýmis ákvæði skilmálanna í ljósi breyttra laga og reglna auk þess sem orðalag er skýrt, m.a. varðandi vinnslu persónuupplýsinga, framkvæmd áreiðanleikakönnunar, heimildir lögráðamanns, umboð, öryggisráðstafanir, greiðslureikninga og greiðslukort. Þá er uppfærslunni ætlað að veita viðskiptavinum nánari fræðslu um þau atriði sem þar er fjallað um.

Nýju skilmálarnir gilda frá og með 1. júní 2023 gagnvart nýjum viðskiptavinum, þ.e. þeim viðskiptavinum sem staðfesta skilmálana frá og með þeim degi. Gagnvart núverandi viðskiptavinum gilda eldri skilmálar til 31. júlí 2023 en nýju skilmálarnir frá og með 1. ágúst 2023.

Skilmálarnir eru aðgengilegir á afgreiðslustöðum bankans og á vef bankans:

Almennir viðskiptaskilmálar Landsbankans (ný útgáfa)

Helstu efnisbreytingar á almennum viðskiptaskilmálunum eru eftirfarandi:

  1. Heimilisfang bankans er uppfært (grein 1.3).
  2. Vinnsla persónuupplýsinga er skýrð og aukin fræðsla veitt þar að lútandi (grein 2.1). Samhliða útgáfu uppfærðra skilmála er persónuverndarstefna bankans uppfærð.
  3. Kveðið er nánar á um framkvæmd áreiðanleikakönnunar að því er varðar húsfélög (grein 2.3).
  4. Tekið er fram að lögráðamanni er heimilt að fá upplýsingar um viðskipti ófjárráða viðskiptavinar (grein 2.6).
  5. Ákvæði um umboð er uppfært að því er varðar breytingar, afturköllun og niðurfellingu umboðs (grein 2.7).
  6. Tekið er fram að viðskiptavinum beri að kynna sér leiðbeiningar og tilmæli bankans um öryggisráðstafanir og fylgja þeim (grein 2.9).
  7. Tekið er fram að ef viðskiptavinur fær sent einskiptis auðkenningarnúmer/-kóða til samþykktar á framkvæmd greiðslu skal hann ekki heimila greiðsluna með númerinu/kóðanum nema hafa sannreynt að um rétta fjárhæð, réttan gjaldmiðil og réttan viðtakanda sé að ræða (grein 3.1, 2. mgr. og grein 5.4, 1. mgr.).
  8. Afmörkun greiðslureikninga gagnvart sparireikningum og öðrum reikningum er skýrð (grein 4.1, 1. mgr.).
  9. Orðalag um verðtryggingu og bindingu innstæðu er uppfært í ljósi nýrra reglna Seðlabanka Íslands um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár (grein 4.1, 3. mgr. og grein 4.6, 2. mgr.).
  10. Bætt er við ákvæði um boðskiptaleið fyrir framlagningu gjaldayfirlits skv. lögum um greiðslureikninga (grein 4.4).
  11. Sett er inn ákvæði um boðgreiðslur (grein 5.3, 3. mgr.).
  12. Skýrðar eru afleiðingar uppsagnar eða lokunar á korti m.t.t. greiðsludreifingar og eftirstöðva á kortareikningi (grein 5.6, 2. mgr.).
  13. Upplýsingar eru skýrðar um tilkynningu til bankans um óheimilaða eða ranglega framkvæmda greiðslu og hvaða skilyrði eru fyrir bótaábyrgð vegna slíkrar greiðslu (grein 6, 1. mgr.).
  14. Kveðið er á um að uppsögn samnings um greiðslureikning skv. lögum um greiðslureikninga fari eftir ákvæðum þeirra laga (grein 7, 1. mgr.).
  15. Upplýsingar um úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki eru uppfærðar, m.a. um nýtt heimilisfang og vefsetur nefndarinnar (grein 7, 3. mgr.).

Ákvæði skilmálanna sem falla undir gildissvið laga um greiðsluþjónustu mynda rammasamning um greiðsluþjónustu milli viðskiptavinar og bankans í skilningi laga um greiðsluþjónustu. Núverandi viðskiptavinur hefur rétt á að tilkynna bankanum um uppsögn rammasamnings um greiðsluþjónustu fyrir 1. ágúst 2023 ef hann vill ekki samþykkja breytingarnar. Núverandi viðskiptavinur telst hafa samþykkt breytingarnar tilkynni hann bankanum ekki um annað fyrir 1. ágúst 2023.

Almennir viðskiptaskilmálar Landsbankans (ný útgáfa)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur