Ekki lengur aurar í kortafærslum hjá Visa
Á morgun, föstudaginn 14. apríl 2023, verða gerðar breytingar á hvernig íslenskar krónur eru skráðar í kerfum kortafyrirtækisins Visa International. Með breytingunum er verið að samræma skráninguna við alþjóðlega gjaldmiðlastaðla.
Breytingin snýst um fjölda aukastafa og verða allar upphæðir framvegis í heilum krónum en ekki í aurum.
Búið er að undirbúa þessar breytingar vel en samt sem áður geta komið upp truflanir. Ef um slíkt verður að ræða getur þú haft samband við okkur og við leysum úr málinu.
Meiri líkur eru á truflunum ef verslað er í íslenskum krónum hjá erlendum aðilum og er korthöfum því bent á að vera sérstaklega vakandi fyrir slíkum færslum.