Breyttur afgreiðslutími á Skagaströnd og betri bankaþjónusta á Blönduósi
Afgreiðslutími Landsbankans á Skagaströnd mun frá og með 30. janúar næstkomandi breytast og verður afgreiðslan eftir það opin á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 12-15.
Á sama tíma verður tekin í notkun nýr hraðbanki í verslunarkjarnanum Húnabraut 4 á Blönduósi. Í þjónusturými á sama stað mun starfsfólk bankans veita viðskiptavinum á Blönduósi ráðgjöf og aðstoð á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl. 12-15.
Landsbankinn hætti að veita póstþjónustu á Skagaströnd þann 19. janúar síðastliðinn.
Hraðbankinn aðgengilegur allan sólarhringinn
Hraðbankinn verður aðgengilegur allan sólarhringinn. Í honum verður hægt að taka út og leggja inn reiðufé, borga reikninga og millifæra. Í þjónusturými við hraðbankann munu viðskiptavinir einnig geta fengið ráðgjöf frá þjónustufulltrúum og aðstoð, t.d. við að nýta sér hraðbankann, Landsbankaappið og aðrar stafrænar lausnir bankans.
Bankaþjónusta hefur breyst mikið á undanförnum árum. Flest notum við símann eða tölvuna til að sinna fjármálunum en stundum þurfum við að komast í bankann til að fá ráðgjöf og aðstoð. Með því að opna hraðbanka á Blönduósi og bjóða þar ráðgjöf og þjónustu tvisvar í viku, viljum við bæta þjónustuna við íbúa á Norðvesturlandi og vonumst eftir að sem flestir sláist hóp ánægðra viðskiptavina Landsbankans.