Fréttir

Ný skýrsla Hag­fræði­deild­ar um stöðu versl­un­ar og þjón­ustu

6. desember 2022 - Landsbankinn

Hagfræðideild Landsbankans hefur tekið saman skýrslu um stöðu verslunar og þjónustu á Íslandi. Áskoranir á borð við heimsfaraldur, verðhækkanir erlendis og miklar og mismunandi hækkanir launa hafa litað reksturinn síðustu misseri. Greinin hefur þó sýnt seiglu og aðlagast nýjum veruleika hverju sinni.

Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir:

„Vöxtur innlendrar verslunar og þjónustu er að stórum hluta háður því hversu margir ferðamenn koma til landsins, hversu lengi þeir dvelja og hversu miklu þeir eyða á ferðalaginu. Það skiptir líka miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti hér gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Hagur ferðaþjónustunnar annars vegar og innlendrar verslunar og þjónustu hins vegar er því nátengdur. Áskoranir hafa verið miklar á síðustu árum og er með ólíkindum hversu vel íslensk verslun og þjónusta hefur komist í gegnum þær.“

Ýtir undir blómlega verslun og þjónustu

Atvinnuvegir landsins hafa gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu árum. Ferðamannabylgjan hófst fyrir tæpum áratug og náði hámarki árið 2018 þegar 2,3 milljónir ferðamanna heimsóttu landið. Þegar mest lét má ætla að 28.000 ferðamenn hafi að jafnaði verið á landinu á degi hverjum sem jafngilti 8% af öllum heimamönnum. Aukin aðsókn ferðamanna kallar á og ýtir undir blómlega matar-, verslunar- og skemmtanamenningu og óhætt er að segja að heimamenn hafi notið góðs af auknum fjölbreytileika í íslenskri verslun og þjónustu.

Þegar faraldurinn skall á með öllum sínum ferða- og samkomutakmörkunum urðu greinar tengdar verslun og þjónustu fyrir miklu höggi, enda treysta þær mikið á straum ferðamanna til landsins. Neysla Íslendinga dró þó úr áfallinu fyrir greinina, m.a. vegna þess að takmarkanir á ferðalögum til útlanda opnuðu tækifæri til annarrar neyslu innanlands. Fólk ferðast í auknum mæli innanlands, gerði upp húsin sín, pantaði vörur í netverslun og fékk heimsendan mat. Sumar af þessum neysluvenjum hafa fest sig í sessi, aðrar gætu enn fjarað út.

Nokkrar niðurstöður skýrslunnar:

  • Neysla Íslendinga í verslunum innanlands hefur verið að dragast saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má meðal annars skýra með auknum ferðalögum og neyslu erlendis.
  • Þrátt fyrir það eyða Íslendingar meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki.
  • Á tímabilinu júlí-september 2022 keyptu Íslendingar 24% meira í slíkum verslunum en þeir gerðu á sama tíma árið 2019.
  • Þjónustukaup drógust talsvert saman þegar faraldurinn skall á með öllum sínum samkomutakmörkunum, en viðsnúningur hefur orðið á þeirri þróun. Mest áberandi eru kaup á þjónustu ferðaskrifstofa, sem hafa aukist um allt að 570% milli ára, mest á fjórða ársfjórðungi 2020.
  • Kaup á hótelgistingu mældist 60% meiri nú á þriðja ársfjórðungi en á sama tíma 2019, þrátt fyrir samdrátt miðað við síðasta ár. Mögulega hefur faraldurinn aukið kaup Íslendinga á innlendri gistingu varanlega.
  • Netverslun jókst gífurlega í faraldrinum.
  • Fjöldi erlendra ferðamanna í hverjum mánuði er mjög nálægt fjöldanum í sama mánuði 2019, síðasta árið fyrir faraldur. Það stefnir í að ferðamenn verði um 1,7 milljónir á þessu ári og við spáum því að þeim fjölgi í 2,5 milljónir árið 2025. Gangi spáin eftir eru horfurnar bjartar fyrir innlenda verslun og þjónustu.
  • Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aukist hratt á síðustu mánuðum og drifið áfram aukninguna í heildarkortaveltu á landinu. Ferðamenn virðast gera betur við sig á ferðalögum um Ísland en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur.
  • Norðmenn eyða mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku.
  • Efnahagshorfur hafa samt versnað verulega víða um heim á árinu, ekki síst í Evrópu, þaðan sem við fáum ríflega helming þeirra ferðamanna sem sækja landið heim. Bandaríkjamenn eru þó í annarri stöðu en vísitala fyrirhugaðra utanlandsferða þeirra er nálægt sögulegu hámarki. Það hefði því mikið að segja ef ferðalög þeirra hingað til lands færðust í aukana og gæti það linað mögulegt högg vegna fækkunar ferðamanna frá Evrópu.
  • Fjöldi starfandi í heild- og smásöluverslun er nú meiri en þegar hann var mestur fyrir faraldur. Störf í ferðaþjónustu eru aftur á móti enn færri en þau voru þegar þau voru flest en ekki vantar mikið upp á.
  • Laun afgreiðslu- og þjónustufólks, sem eru algeng störf í verslun og ferðaþjónustu, hafa hækkað um u.þ.b. 32% á síðasta samningstímabili. Laun skrifstofufólks hafa hækkað mun minna, eða um 27%, sem er álíka hækkun og fyrir vinnumarkaðinn allan.

Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. jan. 2025
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi halda áfram
Við bjóðum til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Fundaröðin hefur verið vel sótt og færri stundum komist að en vilja. Við höfum þegar haldið fundi um þetta efni í Reykjavík og Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði og næst ætlum við að heimsækja Vestmannaeyjar og Akranes.
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur