Hildur Margrét til liðs við Hagfræðideildina
Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur, hefur verið ráðin til starfa í Hagfræðideild Landsbankans.
Hildur Margrét lauk B.A.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og M.Sc.-gráðu í alþjóða- og stjórnmálahagfræði frá London School of Economics árið 2017.
Frá árinu 2020 var hún fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Áður starfaði Hildur Margrét tímabundið í utanríkisráðuneytinu og í sendiráði Íslands í London og þar áður í hagdeild Alþýðusambands Íslands.