Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Appið heitir Auðkenni og er framleitt af Auðkenni hf. Það er gjaldfrjálst og hægt er að sækja það í App Store og Google Play.
Fyrir hverja er Auðkennisappið?
Hægt er að nota Auðkennisappið hvar sem er í heiminum. Það byggir á netsambandi og því getur þú notað það þótt þú sért ekki í símasambandi. Það hentar einnig viðskiptavinum sem eru með erlend farsímanúmer og þar af leiðandi ekki með rafræn skilríki á SIM-korti í síma. Einnig er hægt að setja upp appið á spjaldtölvu.
Fréttin birtist fyrst 24. ágúst 2022 en var síðast uppfærð 14. júní 2024.