Vel heppnuð skráning Alvotech á Nasdaq í New York
Hlutabréf í Alvotech voru tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq í New York í dag.
Eins og fram kemur í tilkynningu frá Alvotech vinnur félagið að því að auka aðgengi sjúklinga að ódýrari líftæknilyfjum með framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja sem geta dregið úr kostnaði við rekstur heilbrigðiskerfa um allan heim.
Gert er ráð fyrir að þann 23. júní verði öðrum áfanga náð með samhliða skráningu félagsins á Nasdaq First North markaðinn á Íslandi.
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, Arion banka og Arctica Finance voru meðal ráðgjafa Alvotech við hlutafjáraukninguna í aðdraganda skráningar.
Við óskum hluthöfum og starfsfólki Alvotech til hamingju með skráninguna.