Við veitum ráðgjöf til kl. 18 en útibúin opna kl. 10
Afgreiðslutíma útibúa Landsbankans hefur nú verið breytt þannig að opið er milli kl. 10 og 16 alla virka daga. Um leið höfum við aukið sveigjanleika í þjónustu með því að bjóða viðskiptavinum upp á að panta tíma í ráðgjöf frá kl. 10 til 18 alla virka daga. Í mörgum tilfellum hentar fólki betur að sækja sér ráðgjöf utan hefðbundins afgreiðslutíma og nýta sér kosti fjarfunda.
Hraðbönkum fjölgað og þeir opnir allan sólahringinn
Sjálfsafgreiðslutækjum í útibúum hefur einnig verið fjölgað en þessi tæki eru aðgengileg allan sólarhringinn. Í hraðbönkum er hægt að taka út og leggja inn reiðufé, taka út gjaldeyri, greiða reikningana og millifæra.
Gjaldkeraþjónusta í Borgartúni og Austurstræti
Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að fá reiðufjárþjónustu hjá gjaldkerum í Borgartúni 33 og Austurstræti 11 en starfsfólk allra útibúa er sem fyrr boðið og búið að aðstoða viðskiptavini við að nýta sér sjálfsafgreiðslutækin, netbanka og appið.
Þú finnur yfirlit yfir staðsetningar hraðbanka og sjálfsafgreiðslutækja á landsbankinn.is og í Landsbankaappinu.
Fréttin birtist fyrst 29. september 2021 en var uppfærð 26. október 2021.