Fréttir

Fyrsta fyr­ir­tæk­ið sem fær sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. er fyrsta fyrirtækið til að hljóta sjálfbærnimerki Landsbankans. Félagið fær sjálfbærnimerkið vegna MSC vottaðra fiskveiða.
Runólfur V. Guðmundsson og Árni Þór Þorbjörnsson
5. júlí 2021

Þegar fyrirtæki sækir um lán hjá Landsbankanum getur það nú í fyrsta sinn óskað eftir því að fá sjálfbærnimerki bankans. Til að hljóta merkið þarf verkefnið sem verið er að fjármagna að uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem skilgreind eru í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og falla undir einn af þeim verkefnaflokkum sem tilgreindir eru þar. Dæmi um sjálfbær verkefni eru til að mynda orkuskipti i samgöngum, endurnýjanleg raforkuframleiðsla, sjálfbærnivottaðar fiskveiðar, vistvænar byggingar og verkefni sem stuðla að félagslegri uppbyggingu.

Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans:

„Sjálfbærnimerkið gerir viðskiptavinum okkar kleift að greina frá því að þeir taki mið af umhverfinu og samfélaginu í sinni vinnu. Útgerðarfélag Reykjavíkur er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur unnið að sjálfbærni lengi í sínum rekstri með góðum árangri. Það gleður okkur að veita þeim sjálfbærnimerki bankans vegna MSC vottaðra fiskveiða. Með sjálfbærnimerkinu viljum við styðja viðskiptavini okkar á sjálfbærnivegferð þeirra enda er það arðbært fyrir reksturinn til langs tíma. Við viljum ekki síður leggja okkar af mörkum til loftslagsmála en stóru tækifæri bankans til þess liggja aðallega í gegnum útlán og fjárfestingar.“

Runólfur V. Guðmundsson forstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur:

„Við hjá Útgerðarfélagi Reykjavíkur erum gríðarlega stolt af því að lántaka okkar fái sjálfbærnimerki Landsbankans. Í ljósi þess hve samstarf ÚR og Landsbankans hefur gengið vel með gagnkvæmri virðingu og trausti í gegnum tíðina er viðurkenningin okkur enn mikilvægari og hvatning um að halda áfram að vinna að góðum markmiðum.“

Nánar um sjálfbæra fjármögnun

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur