Í umgjörðinni er skilgreint nánar hvaða framkvæmdir og/eða eignir falla undir hvern flokk. Hver og ein framkvæmd/eign er síðan flokkuð enn frekar eftir því með hvaða hætti hún stuðlar að sjálfbærni, þ.e.a.s. hvort um sé að ræða grænt (umhverfisvænt), félagslegt eða blátt (sjávarútvegur og loftslagsmál) verkefni. Landsbankinn hefur einnig tengt hvern og einn verkefnaflokk við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ef fyrirtæki er í vafa hefur það samband við viðskiptastjóra sinn sem fær sérfræðing í sjálfbærni innan bankans að borðinu sem aðstoðar við að leggja mat á verkefni.
Sjálfbær fjármögnun
Vinnum saman að sjálfbærni
Til að fá sjálfbæra fjármögnun þarf fyrirtæki eða verkefni að uppfylla tiltekin skilyrði, m.a. í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans.
Hvernig virkar sjálfbær fjármögnun?
Verkefnið sem fjármagnað er þarf að uppfylla skilyrði og falla undir einn af þeim 11 verkefnaflokkum sem tilgreindir eru í sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans og stuðla að sjálfbærni. Til þess að heildarfjármögnun félags hljóti sjálfbærnimerkið þarf rekstur fyrirtækisins í heild að stuðla að sjálfbærni og tekjur frá hæfum verkefnum að vera yfir 90% af heildartekjum þess.
Skilyrði sjálfbærrar fjármálaumgjarðar
Í umgjörðinni eru tiltekin skilyrði sem fyrirtæki eða verkefni þurfa að uppfylla til þess að fjármögnun af hálfu bankans teljist sjálfbær. Því til viðbótar er umhverfisleg, félagsleg og stjórnunarleg áhætta metin, auk þess sem öll lán þurfa alltaf að uppfylla önnur útlánaskilyrði sem lánanefnd bankans setur.
Verkefnaflokkarnir sem um ræðir eru:
Við erum til staðar
Þú færð frekari aðstoð hjá viðskiptastjóranum þínum eða þjónustuveri fyrirtækja í síma 410 5000 eða fyrirtaeki@landsbankinn.is.
Við hjálpum litlum og meðalstórum fyrirtækjum að ná árangri. Sérfræðingar okkar hafa mikla og góða þekkingu á atvinnulífinu og veita alhliða, faglega bankaþjónustu.
Öflugur hópur sérfræðinga kemur til móts við þarfir stærri fyrirtækja á ólíkum sviðum atvinnulífsins.
Algengar spurningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.