Bíla- og tækjalán

Vélsmiðja Guðmundar

Kom­um hlut­un­um á hreyf­ingu

Finn­um hag­stæða leið til að fjár­magna bíla og at­vinnu­tæki. Bíla­lán, bíla­samn­ing­ar eða kaup­leiga til allt að 7 ára.

Rétta fjármögnunin

Við fjármögnum meðal annars ökutæki, vinnuvélar, lækningartæki og ýmis tæki fyrir iðnað. Tækin þurfa að hafa skráningar- eða raðnúmer.

Allt að 80% fjármögnun
Láns- eða samningstími allt að 7 ár
Breytilegir óverðtryggðir vextir
Aldur tækis og lánstími að hámarki 12 ár samanlagt
Engin uppgreiðslu- eða umframgreiðslugjöld

Bílalán

Með bílaláni er viðskiptavinur skráður eigandi ökutækis. Landsbankinn hefur fyrsta veðrétt í tækinu sem þarf að vera ábyrgðar- og kaskótryggð á lánstíma. Lánið er í boði með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum.

Bílasamningur

Með bílasamningi er Landsbankinn skráður eigandi tækisins út samningstímann en viðskiptavinur umráðamaður. Ökutækið þarf að vera ábyrgðar- og kaskótryggð á lánstíma. Samningurinn er með jöfnum greiðslum.

Kaupleiga

Kaupleiga er leiguform sem hentar vel fyrir lög- eða rekstraraðila. Þú leigir tækið en ert skattalegur eigandi og eignast tækið í lok leigutímans. Jafnar greiðslur bjóðast en einnig er hægt að laga leigugreiðslur að sjóðstreymi þínu.

Reynslumiklir ráðgjafar

Ef þörf er á að endurnýja atvinnutæki eða atvinnubíl getur verið gott að panta tíma hjá ráðgjöfum okkar. Við búum að víðtækri reynslu þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja og vitum að betri tæki geta aukið afköst og haft jákvæð áhrif á reksturinn.

Arnbjörn Már Rafnsson

Arnbjörn Már Rafnsson

Forstöðumaður
Arnbjorn.M.Rafnsson@landsbankinn.is410 4802
Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson

Þjónustustjóri fyrirtækja
Helgi.T.Gunnarsson@landsbankinn.is410 4826
Elín Ósk Guðmundsdóttir

Elín Ósk Guðmundsdóttir

Viðskiptastjóri
Elin.O.Gudmundsdottir@landsbankinn.is410 4822
Evald Ægir Hansen

Evald Ægir Hansen

Viðskiptastjóri
Evald.A.Hansen@landsbankinn.is410 4827

Ólafur Þór Gunnarsson

Viðskiptastjóri
Olafur.T.Gunnarsson@landsbankinn.is410 4823

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur