Fréttir

Heið­ar­skóli vann æsispenn­andi úr­slita­keppni Skóla­hreysti 2021

Heiðarskóli í Reykjanesbæ er sigurvegari Skólahreysti 2021. Úrslitakeppnin fór fram í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 29. maí og var æsispennandi allt til enda. Aðeins hálft stig skildi á milli efstu tveggja skólanna.
1. júní 2021

Heiðarskóli lauk keppni með 64 stig. Laugarlækjarskóli var í öðru sæti með 63,5 stig og Flóaskóli hreppti þriðja sætið með 55,5 stig.

Enn eitt Íslandsmetið var slegið í Skólahreysti þetta árið þegar María Helga Högnadóttir og Þórbergur Ernir Hlynsson úr Laugarlækjarskóla bættu eigið Íslandsmet sem þau settu í undankeppninni um heilar 8 sekúndur með því að fara hraðabrautina á 1 mínútu og 52 sekúndum.

Emma Jónsdóttir úr Heiðarskóla gerði flestar ambeygjur, 45 talsins. Erlín Katla Hansdóttir, Flóaskóla, hékk lengst í hreystigreipinni eða í 7,18 mínútur en hún er núverandi Íslandsmethafi í hreystigreip eftir að hafa hangið 16,57 mínútur í undankeppninni í ár. Heiðar Geir Hallsson, Heiðarskóla, bar sigur úr býtum í dýfum og upphífingum en hann gerði 47  dýfur og 45 upphífingar.

Sigurlið Heiðarskóla skipa Jana Falsdóttir og Kristófer Máni Önundarson (hraðaþraut), Heiðar Geir Hallsson (upphífingar og dýfur) og Emma Jónsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Silfurlið Laugarlækjarskóla skipa þau María Helga Högnadóttir og Þórbergur Ernir Hlynsson (hraðaþraut), Tindur Eliasen (upphífingar og dýfur) og Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Bronslið Flóaskóla skipa Hanna Dóra Höskuldsdóttir og Viðar Hrafn Victorsson (hraðaþraut), Sigurjón Reynisson (upphífingar og dýfur) og Erlín Katla Hansdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Aðrir skólar er kepptu í úrslitum í ár voru Akurskóli, Dalvíkurskóli, Grunnskólinn austan Vatna, Grunnskóli Bolungarvíkur, Grunnskóli Hellu, Heiðarskóli, Holtaskóli, Hraunvallaskóli, Lindaskóli, og Varmahlíðarskóli.

Landsbankinn óskar öllum keppendum í Skólahreysti og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað Listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga. Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur