Heiðarskóli vann æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti 2021
Heiðarskóli lauk keppni með 64 stig. Laugarlækjarskóli var í öðru sæti með 63,5 stig og Flóaskóli hreppti þriðja sætið með 55,5 stig.
Enn eitt Íslandsmetið var slegið í Skólahreysti þetta árið þegar María Helga Högnadóttir og Þórbergur Ernir Hlynsson úr Laugarlækjarskóla bættu eigið Íslandsmet sem þau settu í undankeppninni um heilar 8 sekúndur með því að fara hraðabrautina á 1 mínútu og 52 sekúndum.
Emma Jónsdóttir úr Heiðarskóla gerði flestar ambeygjur, 45 talsins. Erlín Katla Hansdóttir, Flóaskóla, hékk lengst í hreystigreipinni eða í 7,18 mínútur en hún er núverandi Íslandsmethafi í hreystigreip eftir að hafa hangið 16,57 mínútur í undankeppninni í ár. Heiðar Geir Hallsson, Heiðarskóla, bar sigur úr býtum í dýfum og upphífingum en hann gerði 47 dýfur og 45 upphífingar.
Sigurlið Heiðarskóla skipa Jana Falsdóttir og Kristófer Máni Önundarson (hraðaþraut), Heiðar Geir Hallsson (upphífingar og dýfur) og Emma Jónsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).
Silfurlið Laugarlækjarskóla skipa þau María Helga Högnadóttir og Þórbergur Ernir Hlynsson (hraðaþraut), Tindur Eliasen (upphífingar og dýfur) og Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).
Bronslið Flóaskóla skipa Hanna Dóra Höskuldsdóttir og Viðar Hrafn Victorsson (hraðaþraut), Sigurjón Reynisson (upphífingar og dýfur) og Erlín Katla Hansdóttir (armbeygjur og hreystigreip).
Aðrir skólar er kepptu í úrslitum í ár voru Akurskóli, Dalvíkurskóli, Grunnskólinn austan Vatna, Grunnskóli Bolungarvíkur, Grunnskóli Hellu, Heiðarskóli, Holtaskóli, Hraunvallaskóli, Lindaskóli, og Varmahlíðarskóli.
Landsbankinn óskar öllum keppendum í Skólahreysti og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.