Landsbankinn selur 12,1% eignarhlut í Stoðum
Landsbankinn auglýsti opið söluferli á allt að 12,1% eignarhlut sínum í fjárfestingafélaginu Stoðum hf. þann 23. nóvember sl. Söluferlið fór fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og var öllum opið sem uppfylltu skilyrði um að teljast hæfir fjárfestar. Alls tóku 13 fjárfestar þátt í söluferlinu.
Landsbankinn tók tilboði Fossa markaða hf., fyrir hönd hóps fjárfesta, í allan eignarhlutinn. Söluandvirði hlutanna nemur um 3,3 milljörðum króna.
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með söluferlinu.