Reyna að nýta sér stolin kortanúmer - varist svikapósta
Valitor varaði þann 16. september 2020 við svikapóstum í nafni Póstsins. Í honum var fólk beðið um að smella á hlekk þar sem farið var inn á falska greiðslusíðu sem var merkt Valitor.
Dæmi eru um að svikahrappar nýti sér kortaupplýsingarnar sem hafa fengið með þessum hætti og þurfa korthafar því að vera á varðbergi. Meðal þeirra leiða sem reynd eru við svikin er að skrá kortaupplýsingarnar í Apple Pay og ekki er ólíklegt að einnig verði reynt að skrá þær í aðrar greiðsluleiðir, s.s. Garmin Pay og Fitbit Pay. Fáir þú óvænt tilkynningu um að kortið þitt hafi verið skráð í Apple Pay, eða það skráð með öðrum hætti án þinnar vitundar, skaltu þegar í stað hafa samband við viðskiptabankann þinn.
- Þjónustuver Landsbankans – s. 410 4000, landsbankinn@landsbankinn.is eða í netspjalli
- Þjónustuver Valitor utan opnunartíma Landsbankans – s. 525 2000
Á Umræðunni eru leiðbeiningar um hvernig má þekkja og varast netsvikum.
Fréttin hefur verið uppfærð