Hlutafjárútboð Icelandair Group samþykkt á hluthafafundi
Útboðið hefst kl. 9.00 miðvikudaginn 16. september 2020 og lýkur kl. 16.00 fimmtudaginn 17. september 2020.
Stærð útboðsins er 20.000.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Icelandair Group hf. en heimilt verður að stækka útboðið í 23.000.000.000 hluti. Tveir áskriftarmöguleikar eru í boði, tilboðsbók A og tilboðsbók B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun. Verð á hlut er eins í tilboðsbókum A og B, 1,0 krónur fyrir hvern hlut. Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar 18. september 2020.
Landsbankinn og Íslandsbanki eru umsjónaraðilar útboðsins.