Úttekt á séreignarsparnaði vegna Covid-19
Meðal aðgerða sem stjórnvöld hafa kynnt vegna Covid-19 er að heimila tímabundið úttekt á séreignarsparnaði. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í apríl 2020.
Frumvarp um úrræðið verður væntanlega afgreitt á Alþingi á næstu dögum. Landsbankinn hefur þegar hafið undirbúning en endanleg útfærsla verður ekki ljós fyrr en eftir að frumvarpið hefur verið afgreitt á Alþingi. Frekari upplýsingar verða birtar á vef bankans um leið og þær liggja fyrir.
Helstu atriði:
- Stefnt er að því að hægt verði að taka á móti umsóknum og byrja að greiða út í apríl 2020.
- Umsóknarfresti um útgreiðslu ljúki 1. janúar 2021.
- Hámarksúttekt fyrir einstakling verði 12 milljónir króna.
- Hámarksgreiðsla á mánuði verði 800.000 krónur.
- Tekjuskattur er innheimtur af greiðslum við úttekt séreignarsparnaðar.