Fréttir

Lána­sjóð­ur sveit­ar­fé­laga: Út­boð á græn­um skulda­bréf­um

Lánasjóður sveitarfélaga efnir til fyrsta útboðs sjóðsins á nýjum grænum skuldabréfaflokki, LSS040440 GB, miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður til 20 ára, með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta, á sex mánaða fresti og 1,50% föstum ársvöxtum. Lokagjalddagi er 4. apríl 2040.
17. febrúar 2020

Lánasjóður sveitarfélaga efnir til fyrsta útboðs sjóðsins á nýjum grænum skuldabréfaflokki, LSS040440 GB, miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður til 20 ára, með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta, á sex mánaða fresti og 1,50% föstum ársvöxtum. Lokagjalddagi er 4. apríl 2040. Lánasjóðurinn stefnir að því að taka tilboðum að fjárhæð 500 til 1.000 milljónir króna að nafnvirði en áskilur sér rétt til að hækka og lækka útboðsfjárhæð útboðsins.

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem verður tekið í flokknum. Lánasjóðurinn áskilur sér rétt til að taka eða afþakka hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta. Heimilt er að afturkalla eða breyta tilboði með sama hætti og tilboðum er skilað inn, sé það gert fyrir lok útboðsfrest. Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. a lið, 1. mgr., 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður miðvikudaginn 26. febrúar 2020. Útgefandi mun óska eftir töku skuldabréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Vottuð umgjörð fyrir græn skuldabréf

Lánasjóðurinn hefur fengið vottun á græna umgjörð (e. Green Bond Framework) sjóðsins í þeim tilgangi að gefa út græn skuldabréf. Græna umgjörðin byggir á alþjóðlegum viðmiðum (e. Green Bond Principles) sem ICMA, (Alþjóðasamtök aðila á verðbréfamarkaði) hefur sett saman og byggja á fjórum grunnstoðum: 1) Skilgreining á ráðstöfun fjármuna, 2) ferli um mat á verkefnum, 3) stýring fjármuna og 4) upplýsingagjöf til fjárfesta. Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagbreytingum.

Verkefni sem fjármögnuð verða með grænum skuldabréfum þurfa að uppfylla þau skilyrði sem koma fram í umgjörð Lánasjóðsins. Dæmi um verkefni eru: Vistvænar byggingar, umhverfisvænar samgöngur, endurnýjanleg orka, fráveitur og meðhöndlun aukaafurða (úrgangs).

Græna umgjörðin hefur hlotið vottun frá Sustainalytics, sem er alþjóðlegur viðurkenndur vottunaraðili. Samkvæmt vottuninni er umgjörð Lánasjóðsins trúverðug, áhrifarík, gagnsæ og í samræmi við alþjóðleg viðmið.

Grunnlýsing, endanlegir skilmálar, græn umgjörð og vottun frá Sustainalytics og önnur skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu á þeim verður hægt að nálgast á vefsíðu sjóðsins,

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 19. febrúar 2020 á netfangið verdbrefamidlun@landsbankinn.is

Lánasjóður sveitarfélaga

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur