Landsbankinn breytir vöxtum
Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 og 60 mánaða lækka um 0,25 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir vextir lækka almennt um 0,05-0,25 prósentustig.
Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,10 prósentustig. Breytilegir vextir bíla- og tækjafjármögnunar lækka um 0,10 prósentustig og yfirdráttarvextir lækka um 0,25 prósentustig. Innlánsvextir almennra veltureikninga og verðtryggðir vextir eru óbreyttir. Aðrir innlánsvextir standa ýmist í stað eða lækka um 0,05-0,25 prósentustig.
Ný vaxtatafla Landsbankans tekur gildi 11. október 2019.