Landsbankinn styrkir fimmtán framúrskarandi námsmenn
Veittir eru styrkir í fimm flokkum til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema. Landsbankinn er eini bankinn sem veitir sérstaka listnámsstyrki.
Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.
Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2019
Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver
- Alexandra Rós Norðkvist – Menntaskóli í tónlist
- Bjarki Daníel Þórarinsson – Menntaskólinn í Reykjavík
- Daniel Thor Myer – Menntaskólinn í Reykjavík
Styrkir til iðn- og verknáms – 400.000 kr. hver
- Axel Orri Sigurðsson – flugvirkjun við Tækniskólann
- Elínborg Erla Ásgeirsdóttir– garðyrkjuframleiðsla við Landbúnaðarháskóla Íslands
- Ólöf Ásta Arnþórsdóttir– atvinnuflugnám hjá Keili
Styrkir til háskólanáms – 400.000 kr. hver
- Guðlaug Björt Júlíusdóttir – véla- og tæknifræði við Florida Institute of Technology
- Ingvar Þóroddsson – rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands
- Sigríður Kolbrún Kristinsdóttir – alþjóðleg ferðamálafræði við Griffith-háskóla
Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi – 500.000 kr. hver
- Dagur Tómas Ásgeirsson – meistaranám í stærðfræði við Oxford-háskóla
- Freyja Björk Dagbjartsdóttir– doktorsnám í rafefnaverkfræði við Cambridge-háskóla
- Ingvi Hrannar Ómarsson – meistaranám í kennslufræðum við Stanford-háskóla
Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver
- Edda Steingrímsdóttir – meistaranám í arkitektúr við Harvard-háskóla
- Lilja María Ásmundsdóttir – doktorsnám í tónsmíðum við City, University of London
- Maksymilian Haraldur Frach – meistaranám í fiðluleik við Tónlistarakademíuna í Kraká.
Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Jakobína H. Árnadóttir, mannauðsráðgjafi hjá Capacent, Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins og Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans.