Landsbankinn opnar gjaldeyrishraðbanka í Smáralind
Landsbankinn hefur opnað gjaldeyrishraðbanka í Smáralind og í honum er hægt að taka út evrur, Bandaríkjadali, pund og pólsk zloty. Hraðbankinn er aðgengilegur á opnunartíma Smáralindar.
Gjaldeyrishraðbankinn er á 2. hæð Smáralindar, við útganginn úr Smárabíói. Smáralind hefur mjög rúman opnunartíma og er hraðbankinn aðgengilegur fram á kvöld, meðan húsið er opið.
Landsbankinn rekur nú gjaldeyrishraðbanka á ellefu stöðum. Sama verðskrá gildir um úttektir úr gjaldeyrishraðbönkum eins og úr öðrum hraðbönkum. Ódýrara er að nota debetkort til að taka út gjaldeyri.