Vextir og færslugjöld reiknuð of snemma hjá hluta viðskiptavina
Vegna mistaka voru vextir og færslugjöld hjá hluta af viðskiptavinum Landsbankans bókaðir of snemma, þ.e. útreikningarnir voru gerðir og bókaðir 16. október en hefðu með réttu átt að vera reiknaðir um næstkomandi mánaðamót. Þetta veldur því að vextir og færslugjöld voru bakfærð og bókuð að nýju hjá hluta viðskiptavina.
Í langflestum tilfellum valda þessi mistök aðeins smávægilegum breytingum á stöðu reikninga. Því miður er ekki hægt að bakfæra umræddar færslur. Landsbankinn mun gæta að því að enginn viðskiptavinur verði fyrir tjóni vegna þessa.
Í þeim tilfellum sem verulegur munur er á stöðu reikninga fyrir og eftir útreikningana, og breytingin veldur óþægindum, hvetjum við viðkomandi til að hafa samband við Þjónustuver Landsbankans, annað hvort með því að hringja í síma 410-4000 eða senda tölvupóst í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur.